fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Potað í fyrirframgefnar hugmyndir

Textaverk um þrjátíu listamanna sýnd í Listasafni Íslands – Verk úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 25. september 2016 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sýningunni TEXTI í Listasafni Íslands eru sýnd textaverk um þrjátíu íslenskra og erlendra listamanna. Verkin eru öll úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Birta Guðjónsdóttir er sýningarstjóri í Listasafninu en hún hefur einnig unnið í rúm tíu ár með hjónunum við uppsetningar á sýningum úr safneign þeirra.

„Pétur og Ragna hafa í rúma fjóra áratugi verið að safna samtímamyndlist eftir innlenda og erlenda listamenn, verkum sem eru gerð um og eftir 1960 til dagsins í dag. Þau eiga allt frá einu verki upp í fjörtíu verk eftir sama listamanninn. Listaverk í þeirra eign eru um þúsund talsins og af þeim eru um 150 verk með texta og á sýningunni má sjá um 60 þeirra. Þannig að við sýnum toppinn af ísjakanum,“ segir Birta.

Sérstök söfnunarsaga

„Verkin á sýningunni eru valin með ýmsa útgangspunkta að leiðarljósi. Úrvalið gefur góða innsýn í þau textaverk sem eru í eigu Péturs og Rögnu og sýnir einnig hversu breitt svið texti í myndlist spannar. Textinn getur verið allt frá tölustöfum yfir í það að vera ljóðrænn texti. Mörg verk á þessari sýningu brúa bilið milli myndlistar og bókmennta og pota í fyrirframgefnar hugmyndir um að bókmenntir og myndlist séu alltaf aðskilin. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi menningarbakgrunns Íslendinga sem söguþjóðar að skoða hér texta í myndlist og um leið má velta fyrir sér hvort við séum að gleyma myndlistinni sem hluta af bókmenntunum.“

Pétur og Ragna hafa tengst vináttuböndum mörgum þeirra listamanna sem verk eiga á sýningunni. „Margir safnarar safna verkum eftir listamenn sem þeir hafa aldrei hitt en Pétur og Ragna hafa myndað sérstaklega sterk vináttubönd við langflesta listamennina sem þau eiga verk eftir. Þannig að það hefur verið samræða og stundum samstarf milli þeirra sem safnara og listamannanna. Þetta gerir þeirra söfnunarsögu mjög sérstaka,“ segir Birta.

Gleður endur og svani

Einn þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni er einn af mikilvægustu myndlistarmönnum samtímans, bandaríski listamaðurinn Lawrence Weiner, en verk hans má sjá bæði inni í sal Listasafnsins og á framhlið safnbyggingarinnar. „Weiner kom með miklum krafti inn í konseptlistina upp úr miðjum sjöunda áratugnum,“ segir Birta. „Hann er vinur Péturs og Rögnu og hefur unnið töluvert á Íslandi. Það á við um verk hans og fleiri listamanna á sýningunni að þau taka mið af staðsetningu og samhengi. Við komum með tillögu að uppsetningu á verki hans utan á safnbygginguna sem hann samþykkti og sagðist vera sérstaklega ánægður að geta með verki sínu glatt endurnar og svanina á tjörninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal