fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Heimurinn kveður Liesl

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 21. september 2016 19:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charmian Carr lést nýlega, 73 ára gömul. Hún varð fræg fyrir leik sinn í Sound of Music þar sem hún lék hina sextán ára gömlu Liesl, elsta barnið í stórum systkinahópi Trapp-barnanna. Geraldine Chaplin, Patty Duke, Mia Farrow og Sharon Tate höfðu komið til greina í hlutverkið. Carr var tuttugu og eins árs þegar hún lék Liesl og söng lagið Sixteen Going on Seventeen. Hún lék einungis í einni kvikmynd eftir Sound of Music, Evening Primrose, þar sem hún lék á móti Anthony Perkins. Carr var eigandi félags sem tók að sér innanhússhönnun og meðal viðskiptavina hennar var Michael Jackson sem var mikill aðdáandi Sound of Music.

Carr skrifaði tvær bækur, Forever Liesl (2000), þar sem hún lýsti reynslu sinni við gerð Sound of Music, og Letters to Liesl (2001), þar sem hún sagði frá þeim þúsundum aðdáendabréfa sem henni höfðu borist frá því kvikmyndin var frumsýnd. Hún var iðin við að mæta á hina ýmsu viðburði sem tengdust myndinni. Árið 2010 var hún ásamt nokkrum meðleikurum sínum úr Sound of Music í þætti Oprah Winfrey til að minnast þess að fjörtíu og fimm ár voru liðin frá frumsýningu myndarinnar. Carr var tveggja barna móðir. Fylgikvillar vegna heilabilunar voru banamein hennar.

Hinir fjölmörgu aðdáendur Sound of Music hafa minnst leikkonunnar á Twitter. Kym Karath, sem lék Gretl, yngsta barnið í Trapp-systkinahópnum, sagði á Twitter: „Í lífinu var hún eins og systir mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“