fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Vel unnin glæpasaga

Bókadómur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 7. ágúst 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ann Cleeves er þekkt fyrir sakamálasögur sínar um lögregluforingjann Veru Stanhope í Northumberland á Englandi en eftir þeim hafa verið gerðir vinsælir sjónvarpsþættir. Hin myrku djúp er ein af sögum Cleeves um Veru og fyrsta bók höfundar sem kemur út í íslenskri þýðingu. Móðir kemur að líki sonar síns í baðkarinu og það er þakið blómum. Skömmu seinna finnst lík af ungri kennslukonu í tjörn þakið blómum. Vera rannsakar málið.

Cleeves er greinilega vandvirkur höfundur, bókin er vel unnin og vel byggð og hér er ekki að finna flaustursleg vinnubrögð. Cleeves er ekki höfundur sem teygir lopann í það óendanlega, eins og er orðið of algengt í glæpasögum, því bókin er innan við 300 síður. Höfundur keyrir verkið ekki áfram á gríðarlegri spennu en sagan er áhugaverð og Cleeves tekst ágætlega að viðhalda forvitni lesandans sem vill fá að vita hvað það var sem leiddi til morðanna. Persónusköpun er góð, persónur eru trúverðugar og dregnar skýrum dráttum og það skemmir ekki fyrir að ýmsar þeirra hafa nokkuð að fela. Bak við slétt og fellt yfirborð er ekki allt sem sýnist.

Vera er eftirtektarverð aðalpersóna, ekki ólík löggunum í norrænu sakamálasögunum. Ákveðinn einmanaleiki umlykur hana, hún býr ein, er barnlaus og drekkur aðeins of mikið. Hún er feit og klunnaleg og er sama hvernig hún lítur út. Þeir sem hún þarf að hafa afskipti af vegna rannsóknarinnar horfa margir hverjir einungis á yfirborðið þegar þeir eiga í samskiptum við hana og vanmeta hana því mjög. Lesandinn fylgir þessari snjöllu konu við rannsókn hennar og ætti ekki að leiðast sá félagsskapur.

Það má setja spurningarmerki við lausn morðgátunnar. Hún kemur á óvart en reynir að vissu leyti á trúgirni lesandans. Sálfræðilegu þátturinn í þessari bók er að mestu leyti vel heppnaður en virkar ekki alveg nógu vel undir lokin þegar morðinginn er afhjúpaður. Skýringarnar á því af hverju hann framdi glæpina standast hugsanlega ekki skoðun þeirra allra gagnrýnustu. Það er svo sem ekkert einsdæmi í glæpasögum jafnvel flinkustu höfunda. Þetta breytir þó engu um að þeir sem eru nú í fyrsta sinn að lesa bók eftir Cleeves vilja mjög líklega lesa fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur