fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Viðkvæmni er styrkur

Margrét Sara Guðjónsdóttir þróar nýtt tungumál líkamans – Sýnir Spotted í fyrsta skipti á Íslandi

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk þarf að vera tilbúið að vinna og vera með okkur í núinu þegar það mætir á sýninguna, þetta er ekki skemmtiefni,“ segir Margrét Sara Guðjónsdóttir danshöfundur sem Íslandsfrumsýnir dansdúettinn Spotted á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody‘s Spectacular sem hefst á miðvikudag.
Auk þess sýnir Margrét Sara kvikmyndina Blind Spotting, en bæði verkin eru hluti af Blind Spotting performance-seríunni sem hún hefur verið að sýna frá 2014.

Nýtt líkamlegt tungumál

„Frá 2010 hef ég verið að vinna að nýju líkamlegu tungumáli, nýrri tegund viðvistar í líkamanum. Þetta er í rauninni eins og ný danstækni sem kemur frá allt öðrum stað en önnur slík tækni sem snýst yfirleitt um að stjórna – mín snýst hins vegar um að sleppa takinu og detta inn í líkamann. Ég byrjaði að vinna að þessu ein í þrjú ár. Árið 2013 gerði ég smá prufu, kynnti þessa nýju líkamsviðverutækni fyrir nokkrum dönsurum og vann lítið verk. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri framtíðin og í kjölfarið gerði ég seríuna. Þetta átti í raun að vera teygjanlegt verk, eitt stórt verk, einn dúett, eitt sóló og kvikmynd,“ segir Margrét Sara.

En í hverju felst þetta nýja tjáningarform eða tungumál líkamans?

„Þetta er tilraun til að vinna með og setja á svið þann líkama sem okkar félagspólitíska umhverfi býr til, líkama sem eru algjörlega útbrunnir og stressaðir. Þetta tengist því að við þurfum alltaf að vera að performera – sem verður ennþá augljósara með samfélagsmiðlum. Maður þarf stöðugt að vera að leika. Það er svo mikil áhersla á að vera „self-made man“, þú þarft að búa til ákveðna persónu, móta þinn eigin feril og standa þig! Þarna er ekki pláss fyrir neina viðkvæmni. Við leyfum viðkvæmninni aldrei að vera til staðar en þá erum við komin með mjög óraunverulega manneskju,“ segir Margrét Sara og bætir við að það sé nauðsynlegt að reyna að skilja hvað er að gerast í líkömum fólks í vestrænu kapítalísku nútímasamfélagi.

„Eitt af því sem fólk hefur hvað oftast nefnt við mig um sýninguna er styrkurinn í því að sýna viðkvæmni. Markmiðið með þessari tækni er því að opna líkamann frekar en að gera hann harðan og harðneskjulegan – í dag á fólk að vera með líkama eins og bjöllur, harðir formaðir líkamar þykja fallegir. Við ættum hins vegar að gera sprungur í brynjuna, inn í líkamann, þá skín ljósið út eða það eys út grefti og maður getur komist í tæri við alvöru manneskjuna,“ segir Margrét Sara og svarar því til að það sé í raun hápólitísk tilraun að þróa slíka tækni byggða á tilfinningum og líkamstjáningu sem eru almennt ekki velkomnar í nútímasamfélagi. „Það er ákveðin heilun að vinna í þessum nýja líkama.“

Ekki þægileg verk

„Fyrir fyrsta verkið í seríunni, Blind Spotting sem var frumsýnt árið 2014, hafði ég unnið í marga mánuði með átta dönsurum að því að rannsaka hinn uppgefna líkama, sem er algjörlega uppurinn og búinn á því og ekki mögulegt að pína hann meir – líkaminn sem rúst. Dansararnir unnu þá innan þessarar nýju tækni, sem kemur fólki í sérstaka og sanna viðveru í líkamanum sem er eins konar trans. Ég þjálfa dansarana upp í að tengja sig inn í hinn innri ósýnilega líkama. Þannig að þetta er ekki bara túlkun eða kóreógrafískt fyrirbæri eða vinna sem á sér stað heldur virkilega raunveruleg alvöru upplifun í rauntíma fyrir dansarann og þann sem horfir, og verkin í heild sinni standa undir því,“ segir Margrét og leggur áherslu á að vinnan jafnt sem verkin séu krefjandi, jafnvel óþægileg að horfa á – og ganga ekki út á skemmtun heldur íhugun.

Hún segir dúettinn Spotted vera eins konar kristöllun á stærra verkinu, tvær persónur af átta séu teknar út fyrir sviga og skoðaðar af enn meiri dýpt. En tæknin, efniviðurinn og útlitið sé í raun það sama. „Í allri seríunni hef ég notað eldrauð leikhústjöld – sem eru náttúrulega tákn hámenningar, loftfimleika, sirkuss, óperunnar og alls þess – sem bakgrunn fyrir þessa brotnu líkama.“

Spotted verður sýnt í Tjarnarbíói, laugardaginn 27. ágúst klukkan 21.00 og kvikmyndin Blind Spotting í Bíó Paradís, fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 21.00.

Margrét Sara vinnur með ýmsar tilfinningar sem ekki eru mikils metnar í kapítalísku nútímasamfélagi, svo sem viðkvæmni, veikleika, og það að missa tökin.
Að missa tökin Margrét Sara vinnur með ýmsar tilfinningar sem ekki eru mikils metnar í kapítalísku nútímasamfélagi, svo sem viðkvæmni, veikleika, og það að missa tökin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
433
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari