fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Vilja ræða um heimilið

Eva og Eva vinna útvarpsleikrit um ólíkar hliðar heimilisins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. júlí 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkið fjallar um heimili í mjög víðum skilningi,“ segir Eva Rún Snorradóttir, ein liðskvenna listahópsins Kviss Búmm Bang, sem ásamt Evu Björk Kaaber er að vinna heimildaútvarpsverkið Heimilisverkin fyrir Rás 1.

Ætlunin er að tala við fólk um þýðingu heimilisins. Verður meðal annars rætt við fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín, hefur misst heimili sín í náttúruhamförum, fólk sem tengist heimilum svo sem fasteignasala og öryggisverði en einnig fólk sem hefur tengst heimili sínu upp á nýtt eins og til dæmis þá sem hafa misst sjón. Hugmyndin um heimili er rannsökuð, þróun þeirra og mismunandi áherslur frá ólíkum menningarheimum og ólíka persónulega upplifun af þeim.

„Við erum einnig að ræða við fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og spyrjum það hvernig upplifun af heimilinu breytist til dæmis í geðrofi.“

Í leikritinu verður einnig kafli sem fjallar um heimili og öryggi. „Þar langar okkur að ræða við konur sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Við erum þá frekar að horfa á þeirra reynslu af heimilinu, sem þá frekar heilögum stað. Við erum ekki beint að spyrja þær út í ofbeldið sem þær hafa orðið fyrir heldur upplifunina af heimilinu,“ segir Eva Rún en þær stöllur leita þátttakenda.

Hún segir þær gera sér grein fyrir því hversu viðkvæmt slíkt er, en þeir sem vilja ræða við þær geta gert það, þær vélrita svo viðtölin og fá leikara til að leiklesa þau. Þeir sem vilja að þeirra eigin rödd hljómi í leikritinu, sem verður heimildaverk, hafa einnig þann valkost. „Við heitum fullum trúnaði og aðgát,“ segir Eva.

Listahópurinn Kviss Búmm Bang hefur verið starfandi síðastliðin sex ár og hefur unnið leikverk hér á landi og erlendis. Leikverkið Downtown vakti mikla athygli, en það var unnið í samstarfi við Svanahóp Stígamóta, hóp kvenna sem hafa reynslu af vændi. Verkið lýsti líðan kvennanna, afleiðingum vændis og veruleika vændiskvenna og fengu þær hugrekkisverðlaun Stígamóta fyrir það.

„Það eru mjög margir vinklar á þessu heimilisverki. Við viljum ekki búa til sögu, heldur nálgast verkið beint og nota heimildirnar til þess,“ segir hún.

Hægt er að hafa samband við þær „kvissur“, eins og þær kalla sig, á netfanginu kvissbummbang@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“