fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Hætta á stöðnun í norrænum arkitektúr

Arkitektatvíæringurinn í Feneyjum – Sýningarstjórar segja norræna arkitekta þurfa á meðferð að halda

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norrænir arkitektar hafa frá miðri 20. öldinni verið í fararbroddi í hönnunarheiminum. En nú er hætta á stöðnun í skandinavískri hönnun og þarf hún sárlega á meðferð að halda. Þetta er meginkenning Davids Basulto og James Taylor-Forster, sýningarstjóra norræna skálans á fimmtánda Arkitektatvíæringnum í Feneyjum sem fer fram um þessar mundir.

Glerþak og alltumlykjandi áhrif

Basulto og Taylor-Forster segja að alltumlykjandi áhrif hinnar „norrænu fagufræði“ séu jafnvel að hrekja unga arkitekta sem vilja skapa sér sinn eigin stíl af svæðinu.

Norræni skálinn er einn af rúmlega 60 þjóðarskálum sem settir voru upp í maí og munu standa þar til í nóvember sem hluti af tvíæringnum, auk stórrar þematengdrar sýningar.

Sýningarstjórarnir tveir, Sílebúinn Basulto, sem er stofnandi arkitektavefritsins ArchDaily, og Taylor-Forster, sem er ritstjóri evrópskrar útgáfu vefritsins, halda því fram að risarnar í norrænum arkitektúr og sú fagurfræði sem þeir hafi stimplað inn hafi enn mikil áhrif á hvernig Norðurlandabúar nálgast fagið og kenni það.

Finninn Alvar Aalto, Svíinn Gunnar Asplund og Norðmaðurinn Sverre Fehn hafa verið nefndir í þessu samhengi en sá síðastnefndi hannaði einmitt bygginguna sem hýsir norræna skálann í Feneyjum. Sú bygging ber sterk einkenni hinnar svokölluðu norrænu fagurfræði sem þessir módernísku meistarar innleiddu á sjötta og sjöunda áratugnum, en hún einkennist af einfaldleika, naumhyggju, hráum efnum og áherslu á notagildi.

Basulto og Taylor-Forster segja að alltumlykjandi áhrif hinnar „norrænu fagurfræði“ sé jafnvel að hrekja unga arkitekta, sem vilja skapa sér sinn eigin stíl, af svæðinu og til náms og starfa í öðrum löndum. Talar Basulto í því tilliti um glerþak sem efnilegustu arkitektarnir reki sig í á leiðinni upp.

Norræna skálanum er ætlað að skapa umræðutorg um stöðu og framtíð norræns arkitektúrs.
Umræðutorg Norræna skálanum er ætlað að skapa umræðutorg um stöðu og framtíð norræns arkitektúrs.

Arfleifð og framþróun

Sýningarstjórarnir telja nauðsynlegt fyrir norræn samfélög að leggjast í meðferðarsófann, líta inn á við og velta fyrir sér hvort sterk hefð geti jafnvel komið í veg fyrir framþróun og nýsköpun í arkitekúr.

Sýningin í norræna skálanum í Feneyjum nefnist Í meðferð: Norrænu löndin augliti til auglitis, en eins og nafnið gefur til kynna telja sýningarstjórarnir það vera nauðsynlegt fyrir norræn samfélög að leggjast í meðferðarsófann, líta inn á við og velta fyrir sér hvort sterk hefð geti jafnvel komið í veg fyrir framþróun og nýsköpun í arkitektúr.

Inn í steinsteypubyggingu Sverres Fehn hafa þeir byggt pýramída úr ljósri sænskri furu, sem nær frá gólfi og upp í loftið og hylur einkennandi trjábolinn sem gengur í gegnum húsið og upp úr gati á þakinu. Gestir eru hvattir til að klifra upp og setjast á pýramídann, en þar er kynningarefni um tæplega 300 byggingar og arkitektaverkefni sem lokið hefur verið við í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi á undanförnum sjö árum.

Aðstandendur verkefnanna voru beðnir um að skilgreina byggingarnar út frá einu af þremur hugtökum, sem sýningarstjórarnir fengu úr þarfapýramída Abrahams Maslow, eftir því hvort byggingunni væri fyrst og fremst ætlað að bregðast við grunnþörfum einstaklinga (e. foundational), hvort hún tengdist félagslegum þörfum og hugmyndum um að tilheyra (e. belonging) eða hvort hún fól á einhvern hátt í sér viðurkenningu á Norðurlöndum sem góðum og þróuðum samfélögum (e. recognition).

Með þessu vildu sýningarstjórarnir varpa ljósi á hvernig fólk skilur norræn samfélög og hvað það upplifir sem norrænan arkitektúr, auk þess að hefja samtal um stöðu norrænnar hönnunar á 21. öldinni og hvernig hægt sé að stefna fram á veginn, í stað þess að endurtaka sig og staðna.

Norrænn arkitektúr hefur verið sendur á meðferðarsófann á sýningunni In Therapy til að líta inn á við og íhuga stöðu sína.
Sendur í sófann Norrænn arkitektúr hefur verið sendur á meðferðarsófann á sýningunni In Therapy til að líta inn á við og íhuga stöðu sína.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður