fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

„Þetta er mikill heiður“

Ástarsögurnar slá í gegn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hlógum, grétum og tengdum við velflestar sögurnar og líðan kvenna þarna á bak við,“ segir María Lilja Þrastardóttir, annar höfunda Ástarsagna íslenskra kvenna sem virðist vera metsölubók sumarsins. Hún hefur verið í efsta sæti metsölulistans tvær vikur í röð. „Þetta er mikill heiður. Við vorum mikið að vona að þetta yrði svona ekta sumarbók, bókin sem þú grípur með þér í sumarbústaðinn og getur bæði lesið hana spjaldanna á milli eða eina sögu í einu,“ segir hún.

Þær byrjuðu að safna sögunum í vetur og leituðu á mið kvennahópa á Facebook og annarra samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sendu margar konur inn sögur, aðrar hittu þær í viðtali. Sumar eru undir nafni, aðrar skrifa nafnlaust. „Svo hafa nú reyndar nokkrir karlar haft samband við mig, sannfærðir um að það sé saga um þá í bókinni, mér finnst það mjög skemmtilegt. Karlar eru greinilega forvitnir um upplifun kvenna af ástinni,“ segir María Lilja og skellir upp úr.

En er framhaldsbók í farvatninu?
„Já, það er til umræðu,“ segir María Lilja, en samstarfskona hennar, Rósa Björk, er stödd í Los Angeles og María er í London og því hafa þær ekki hafist handa. Hugmyndin er að taka saman ástarsögur íslenskra karla. „Það er áhugaverður vinkill. Ástin er nefnilega stundum tileinkuð konum, en við vildum með þessari bók gjarnan hætta að hugsa um þennan heilagleika – riddarann á hvíta hestinum og færa það inn í nútímann. Næst er þess vegna skemmtilegt að skoða hvernig karlar taka á þessu, hvernig þeir upplifa ástarsorg og að vera skotinn í einhverjum.“

Þær finna einnig fyrir áhuga á að sögurnar verði þýddar yfir á erlend tungumál. „Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær bókin komi út á ensku. Það eru greinilega margir ferðamenn sem vilja lesa ástarsögur Íslendinga,“ segir María Lilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Staðfestir að hann verði áfram hjá Barcelona – ,,Ég er 100 prósent viss“

Staðfestir að hann verði áfram hjá Barcelona – ,,Ég er 100 prósent viss“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ballið ekki búið þrátt fyrir erfitt gengi undanfarið – ,,Hluti af leiknum“

Ballið ekki búið þrátt fyrir erfitt gengi undanfarið – ,,Hluti af leiknum“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“