fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Óendanleg tryggð besta vinarins

Hjartnæm heimildamynd um hunda

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 22. júlí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var hún hugljúf heimildamynd BBC um hunda sem RÚV sýndi á dögunum, Leyndarlíf hunda heitir hún, The Secret Life of Dogs. Alltaf hefur manni verið hlýtt til hunda en eftir sýningu þessa þáttar fylltist maður beinlínis lotningu. Hundar standa sannarlega undir nafnbótinni „besti vinur mannsins“. Tryggð þeirra er óendanleg, eins og nokkrir hundaeigendur báru vitni um í þættinum.

Áhrifamest var lýsing fyrrverandi sjóliðsforingja, Allen Parton, sem fékk alvarlega höfuðáverka þegar hann var við skyldustörf. Eftir slysið var hann bundinn hjólastól, missti málið og hafði að mestu leyti glatað minni og þekkti hvorki eiginkonu sína né börn. Hjónbandinu lauk með skilnaði og Parton virtist vera einn, en svo var þó ekki því ársgamall labradorhundur vingaðist við hann. Parton veitti hundinum enga athygli í byrjun en sá ferfætti gafst ekki upp og smám saman myndaðist milli þeirra djúp vinátta þar sem hundurinn varð helsta hjálparhella mannsins. Þegar Parton og hundurinn, sem hét Endal, lentu í alvarlegu bílslysi um miðja nótt sýndi hundurinn sannan hetjuskap, færði eiganda sinn í þægilegri stellingu, dró teppi yfir hann og setti farsíma hans við andlit hans og hökti síðan á hótel í nágrenninu til að sækja hjálp. Ekki kemur á óvart að Endal fékk Viktoríukrossinn fyrir dýrahugrekki. Parton fékk svo ekki bara málið aftur heldur endurheimti konu og börn. Þegar hann kvæntist konu sinni í annað sinn var Endal svaramaður. Þannig fór allt vel að lokum, þökk sé hundinum. Hinn tryggi Endal er reyndar ekki lengur meðal vor hér á þessari jörð heldur á betri stað í himnaríki hundanna – sá sælustaður hlýtur að vera til.

Það er ekki annað hægt en að hrífast af sannri sögu eins og þessari um Parton og Endal. Stundum getur raunveruleikinn verið undrafallegur. Gleymum því ekki í þessum hættulega heimi sem við lifum í.

Fleiri fallegar sögur um visku og tryggð hunda var að finna í þessari dásemdarmynd. Þar sáum við leitarhundinn Max sem bjargaði hinni 79 ára gömlu Margaret frá því að verða úti. Við sáum líka annan hund, sem einnig heitir Max, sem uppgötvaði brjóstakrabbamein eiganda síns á undan læknavísindunum. Hljómar ótrúlega en horfið á myndina og þar er þetta útskýrt.

Þessi skemmtilegi leikari er þulur í frábærri heimildamynd um hunda.
Martin Clunes Þessi skemmtilegi leikari er þulur í frábærri heimildamynd um hunda.

Stórvinur sjónvarpsáhorfenda, leikarinn Martin Clunes, er þulur í myndinni og það heyrðist vel hversu innilega hann lifði sig inn í efnið. Eins og maður gerði sjálfur. Framvegis mun maður horfa á hvern þann hund sem maður hittir á förnum vegi með aðdáun og djúpri virðingu. Þarna eru dýr sem vita sínu viti. Frábær mynd!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar