fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Óbeislaðar veðurmyndir

Hrafnhildur Inga sýnir málverk í Gerðubergi – Selur bæði hér heima og erlendis – Hefur nær eingöngu málað veðurmyndir síðustu árin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sýnir málverk í Gerðubergi og yfirskrift sýningar hennar er Austan rumba. „Myndirnar eru langflestar málaðar á þessu ári, en fáeinar eru eldri og þær pössuðu svo ljómandi vel á sýninguna. Myndefnið er það sama og undanfarin ár, veðurfar og sjór,“ segir Hrafnhildur.

Austan rúmba er veðurheiti sem Hrafnhildur fann í bókinni Veðurfræði Eyfellings – greinargerð um veður og veðurfar – eftir Þórð Tómas­son í Skógum en bókin kom út hjá Bjarti árið 2014. „Ég pantaði mér þá bók í jólagjöf og í henni er gríðarlegur fjöldi veðurheita. Hún hefur reynst mikill dýrgripur þegar kemur að því að velja ­myndunum mínum heiti. Austan rumba er nafn yfir austanátt og austanáttin á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð, þar sem ég bý, er sú alversta, málningin af austurgluggunum flagnar af meðan hún tollir alveg vestanmegin. Ég hef tvisvar nefnt málverk Austan rumba því ég er svo hrifin af heitinu.“

Af hverju eru veður og sjór þér svona kær sem myndefni?

„Ég hef ekki hugmynd um það. Fólk spyr mig oft af hverju það séu ekki manneskjur, dýr, hús eða skip á myndunum.
Einstaka sinnum gerist það en þá í algjörri mýflugumynd.“

Margbreytileiki skýjanna

Hrafnhildur ólst upp í Fljótshlíð og stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíða­skóla Íslands og Myndlistaskóla Kópavogs. Hún hefur sýnt verk sín bæði hérlendis og erlendis. „Ég hef verið að mála í sextán ár og þá ekki unnið við neitt annað,“ segir hún. „Fyrstu tvö til þrjú árin málaði ég aðallega hraunmyndir, litlar sprænur og fossa og líka húsamyndir en síðustu tíu árin hef ég nær eingöngu málað veðurmyndir.“

Má ekki segja að umhverfið úr þinni heimabyggð Fljótshlíðinni sé áberandi í myndunum?

„Jú, og það er sérstaklega áberandi í skýjamyndunum mínum. Það er eins og skýin komi innan úr Þórsmörk og þau fara yfir Fljótshlíðina í mjög margbreytilegri mynd. Þegar ég horfi til sjávar frá húsinu mínu þá sé ég þetta sama gerast, það er eins og skýin velti sér ­eftir sjóndeildarhringnum. Nú hef ég ferðast mikið um landið og hef ekki séð svipaðar skýjamyndanir annars staðar. Þarna er þetta dálítið sérstakt og situr greinilega í mér.“

Varstu kannski í æsku eitt af þeim börnum sem leggjast í grasið og lesa myndir út úr skýjunum og sjá þar svo ótal margt merkilegt?

„Vel á minnst. Ég var það svo sannarlega!“

Ein myndanna á sýniningunni  - 150x150 olía á striga.
Austan rumba Ein myndanna á sýniningunni – 150×150 olía á striga.

Sækir í Turner

Hefur einhver málari erlendur eða innlendur haft áhrif á þig meira en aðrir?

„Auðvitað tek ég eftir því sem er líkt því sem ég er að gera. Þegar kemur að myndunum mínum þá minnast margir á það að ­Turner komi upp í hugann, án þess að það hvarfli að mér að líkja mér við hann. Ég sækist í að skoða myndir eftir Turner þegar ég fer til útlanda og á söfn og skoða líka af áhuga þá myndlistarmenn sem mála með þessi sömu mótív í huga.“

Sérðu sjálf einhverja þróun í myndlist þinni?

„Ég er enn að mála veður og sjó en mér finnst ég orðinn óbeislaðri.“

„Erlendir ferðamenn kaupa líka nokkuð af mér og fara með myndirnar úr landi."

Ásókn í heimasíðu

Sýning Hrafnhildar í Gerðubergi stendur til 21. ágúst og er opið til kl. 18 virka daga en ­lokað á laugardögum og sunnudögum í ­sumar. Margar myndanna eru þegar ­seldar. Eftirspurn ­hefur ­verið ­eftir myndum Hrafnhildar sem ­seljast ekki eingöngu hér heima ­heldur einnig erlendis. „Það er yfirleitt fremur lítið til af myndum hjá mér,“ segir hún. „Ég er með heimasíðu, www.hrafnhilduringa.com, bæði íslenska og erlenda, sem fólk fer greinilega inn á og hefur síðan samband annaðhvort með tölvupósti eða það ­hringir. ­Erlendir ferðamenn kaupa líka nokkuð af mér og fara með myndirnar úr landi. Sömuleiðis er töluvert um það að Íslendingar sem búa ­erlendis kaupi af mér; myndirnar minna þá greinilega á Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir