fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fólkið í dalnum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dalalíf Guðrúnar frá Lundi hefur notið mikilla vinsælda meðal lesenda allt frá því fyrsta bindið kom út árið 1946. Nú er komin ný útgáfa, sú fjórða, í tveimur kiljum. Æskuleikir og ástir nefnist fyrri kiljan og Alvara og sorgir er sú seinni. Fleiri eru væntanlegar á næstu misserum en Dalalíf er mikið að vöxtum og kemst ekki fyrir í fáum bókum.

Dalalíf er saga af ástum og örlögum kynslóða í Hrútadal og þar eru ýmis falin leyndarmál. Í þessum fyrstu tveimur bókum kynnist lesandinn Jóni Jakobssyni hreppstjórasyni, foreldrum hans og leikfélögum en þar á meðal er Þóra sem verður ein aðalpersóna verksins. Guðrún frá Lundi á gott með að skapa eftirminnilegar persónur sem margar hverjar búa yfir áberandi brestum sem eru hvorki til að auðvelda þeim sjálfum lífið né þeim sem umgangast þær. Glæsimennið Jón er drykkfelldur og ábyrgðarlaus enda alinn upp við endalaust dekur. Móðir hans Lísibet er hetja verksins, sannur kvenskörungur, en afar blind á galla sonarins. Þegar kvartað er undan drykkjuskap hans segir hún hann í góðu lagi þar sem fullir karlmenn séu svo skemmtilegir. Ein helsta persóna bókanna, Þóra í Hvammi, leiksystir Jóns, elskar hann heitt en skapofsi hennar kemur henni margsinnis í koll. Anna eiginkona Jóns er kjarklítil og veikgeðja eins og aðrar persónur bókarinnar þreytast ekki að tönglast á. Ekki er laust við að lesandinn fái samúð með henni jafn illa og talað er um hana, venjulega að ósekju því hún er hin vænsta stúlka. Yfirleitt má segja að konurnar í verkinu séu mun sterkari persónuleikar en karlarnir sem eru að mestum hluta fremur atkvæðalitlir og áberandi veikgeðja. Það er helst að Anna skeri sig úr varðandi þessa reglu.

Slúður leikur stórt hlutverk í verkinu, það er blaðrað og þvaðrað um náungann og oft fer lítið fyrir samstöðu fólks í dalnum. Draumar og forspár eru einnig mjög áberandi og lesandinn getur verið nokkuð viss um að það sem þar kemur fram muni rætast.

Guðrún frá Lundi er ekki áberandi góður stílisti og vissulega hefði mátt stytta og snyrta orðalag á vissum stöðum og sleppa endurtekningum. Það breytir engu um hæfileika höfundar til að segja sögu á þann hátt að lesandinn vill lesa áfram. Efnið er dramatískt, fólk lendir í aðstæðum sem það hafði ekki óskað sér en lífið heldur áfram. Guðrúnu tekst að lýsa samfélagi fólks, daglegu lífi þess og störfum þannig að líklegt er að lesandinn fyllist áhuga.

Á tímabili tíðkaðist að gera lítið úr verkum Guðrúnar frá Lundi. Hún á það ekki skilið því margt gerir hún afar vel og eftirminnilega. Dalalíf er gott verk enda hefur það heillað kynslóðir lesenda. Þeir sem lesa þessar tvær bækur sem nú eru komnar út af Dalalífi bíða örugglega í óþreyju eftir þeim næstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði