fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Lélegar umbúðir

Bókadómur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 30. júní 2016 09:56

Bókadómur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkt er glæpasaga eftir hina sænsku Emelie Schepp og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. Yfirmaður útlendingastofnunar finnst myrtur á heimili sínu og morðin verða fleiri og svo virðist sem börn hafi framið þau. Jana Berzelius saksóknari og samstarfsmenn hennar í rannsóknarlögreglunni í Norrköping rannsaka málið.

Þetta er afar gölluð bók og það er margt sem stuðlar að því. Söguþráðurinn er með miklum ólíkindum og við bætist að lesandinn á afar erfitt með að hafa nokkra samúð með persónum, ekki einu sinni börnunum sem við sögu koma. Þetta er einfaldlega ekki geðugt fólk og um leið er ansi hætt við því að áhugi lesenda verði í lágmarki.

Aðalpersónan Jana á sérkennilega fortíð sem hún gerir sér ekki grein fyrir fyrr en seint og síðar meir og allt sem því viðkemur er æði reyfarakennt. Bókin er mjög ofbeldisfull og höfundur virðist hafa ánægju af því að velta sér upp úr þeim lýsingum en ekki er víst að lesendur hafi sömu ánægju af að lesa þær. Reyndar er gróft ofbeldi orðið áberandi einkenni á glæpasögum nútímans og stundum er engu líkara en glæpasagnahöfundar séu í innbyrðis keppni um að ofbjóða lesendum sínum. Í stað þess að einbeita sér að nákvæmum lýsingum á ofbeldi mættu höfundarnir sýna meiri hugmyndaauðgi í stíl og persónusköpun. Það sem skilur á milli lélegs glæpasagnahöfundar og höfundar sem kann til verka er einmitt stílgáfa og hæfni til að skapa trúverðugar persónur.

Norrænir glæpasagnahöfundur leitast yfirleitt við að koma boðskap á framfæri í bókum sínum, fjalla þá um mein eins og ofbeldi gegn börnum og konum. Ofbeldi gegn börnum og mansal er hér í forgrunni en umbúðirnar eru það lélegar að erindið kemst ekki til skila á sannfærandi hátt. Það eina sem eftir stendur er að hér er á ferðinni slöpp glæpasaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum