fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Egill fer til Feneyja

Egill Sæbjörnsson sýnir fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringnum 2017

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 23. júní 2016 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson fer fyrir hönd Íslands á frægustu myndlistarhátíð heims, Feneyjartvíæringinn, þegar hún verður haldin í 57. skipti á næsta ári. Hin þýska Stephanie Böttcher verður sýningarstjóri íslenska skálans sem verður á eyjunni Giudecca syðst í borginni. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) rétt í þessu.

Egill Sæbjörnsson er fæddur árið 1973 í Reykjavík og byrjaði að sýna list sína opinberlega á fyrri hluta tíunda áratugarins. Hann stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskólann og háskólann í París – St.Denis. Frá árinu 1998 hefur hann verið búsettur í Berlín en haldið einkasýningar og sýnt verk sín víða um heim.

Egill hefur fengist við myndlist, myndbands-innsetningar, gjörningalist, auk þess að njóta nokkurra vinsælda fyrir popptónlist sína – sem hefur toppað íslenska vinsældalista og fengið góða spilun á tónlistarstöðinni MTV.

„Ég rosalega ánægður, spenntur fyrir þessu verkefni og tilbúinn að takast á við það,“ segir Egill í samtali við DV, en spjallað verður ítarlegar við listamanninn, og fjallað um tvíæringinn í helgarblaði DV sem kemur út á morgun.

Svona fór valið fram:

1. Listamenn og sýningarstjórar sendu inn tillögur að verkum.29 tillögur bárust.

2. Fagráð valdi þrjú verkefni til frekari útfærslu.Verkefni Egils Sæbjörnssonar, Gjörningaklúbbsins og Margrétar Blöndal urðu fyrir valinu.

3. Þessir listamenn og sýningarstjórar þeirra unnu áfram að verkefnum sínum.Hver hópur fékk sex vikur og 250 þúsund krónur til að koma verkefninu á framkvæmdastig.

4. Fagráð valdi framlag Íslands til tvíæringsins úr tillögunum þremur.Fagráðið KÍM er skipað Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra KÍM, Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, og Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur listamanni. Gestir nefndarinnar voru Aðalheiður Guðmundsdóttir, listheimspekingur og fagstjóri fræðigreina í myndlistadeild Listaháskóla Íslands, og Libia Castro myndlistarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum