fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Flest eftir formúlunni

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viveca Sten hefur áunnið sér vinsældir íslenskra lesenda fyrir glæpasögur sínar sem hafa verið góð afþreying. Í nýrri bók, Í hita leiksins, hverfist atburðarásin um unglinga og eiturlyfjavanda. Ungt fólk streymir til Sandham-eyju til að halda upp á Jónsmessu með tilheyrandi neyslu áfengis og vímuefna og um morguninn finnst lík ungs manns. Líkt og fyrr er lögfræðingurinn Nora Linde aðalpersóna bókarinnar og er nú komin í samband við Jónas sem á unglingsdóttur. Vinur Noru, rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas, kemur einnig mjög við sögu.

Atburðarásin er hæg, reyndar svo mjög að það er á kostnað spennu sem lítið fer fyrir í bókinni, fyrir utan lokametrana. Sten er mjög upptekin af því böli sem fíkniefni valda í lífi unglinga og henni liggur hér meira á hjarta en í fyrri bókum. Hún leggur sig fram við að skyggnast inn í sálarlíf og hugsanir unglinga en afraksturinn er því miður ekki nægilega áhugaverður. Hinn vel meinandi boðskapur er þarna og lesandinn skynjar hann en hætt er við því að hann verði ekki mjög snortinn því klisjurnar eru of margar og það sem þarna er sagt, til dæmis um viðhorf pilta til stúlkna, hefur verið sagt svo oft áður og mun betur en þarna er gert. Þarna er einfaldlega flest eftir formúlunni og nær ekkert kemur á óvart.

Í hita leiksins er fremur máttlaus glæpasaga og verst er að spennan, sem lesendur glæpasagna sækja í, er ekki þarna. Sten hefur í fyrri bókum tekist mun betur upp en hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433
Fyrir 16 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum