fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Áttundu Oliver-verðlaunin

Dame Judi Dench hefur hlotið bresku leiklistarverðlaunin oftar en nokkur önnur manneskja

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska stórleikkonan Dame Judi Dench bætti enn einni fjöðrinni í hattinn á sunnudag, þegar hún hlaut Oliver-verðlaunin, bresku leiklistarverðlaunin, í áttunda sinn á ferlinum. Þar með hefur þessi 81 árs leikkona hlotið verðlaunin ­oftar en nokkur annar einstaklingur. Hún hlaut verðlaunin í ár sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir ­túlkun sína á Paulinu í Vetrarsögu eftir William Shakespeare, sem sett er upp í Garrick-leikhúsinu í London. Í verkinu leikur Dench á móti leikstjóranum og leikaranum ­Kenneth Branagh.

Dench steig fyrst á atvinnumannasvið árið 1957 og á þeim sex áratugum sem hafa liðið frá frumrauninni ­hefur hún öðlast heimsfrægð, meðal annars fyrir túlkun sína á M, yfirmanni njósnarans James Bond, og verið öðluð af bresku drottningunni.

Þrátt fyrir það komu verðlaunin henni á óvart. „Ég er sannarlega upp með mér … ég bjóst ekki við þessu. Ég stofnaði til veðmáls við barnabarn mitt um þetta, og nú verð ég að borga … ég skulda honum hádegismat.“

Meðal sviðsverka sem voru verðlaunuð á hátíðinni voru Ma ­Rainey‘s Black Bottom, ­Showstopper! The Improvised Musical, óperan Cavalleria Rusticana/Pagliacci, grínleikritið Nell Gwynn, dansverkið Woolf Works, söngleikirnir Gypsy og Kinky Boots.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert