fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Brynja hlaut þýðingaverðlaunin

Leikandi og ljóðræn þýðing á skáldsögu Italo Calvino

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Cortes Andrésdóttir hlaut um helgina Íslensku þýðingaverðlaunin 2015 fyrir snörun skáldsögunnar Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino úr ítölsku yfir á íslensku. Bókin kom fyrst út árið 1979 en það er bókaforlagið Ugla sem gefur íslensku þýðinguna út.

Í rökstuðningi sínum sagði dómnefndin: „Ef að vetrarnóttu ferðalangur er póstmódernískt ævintýri þar sem Italo Calvino leikur sér með lesandann og gerir hann að hetju í bók sem fjallar um lestur bóka, sem er skáldskapur um skáldskapinn. Þýðing Brynju Cortes Andrésdóttur er leikandi og ljóðræn og skilar afbragðsvel tærum og lifandi stíl Calvino.“

Auk Brynju voru tilnefnd til verðlaunanna þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir Nýsnævi – safn ljóðaþýðinga eftir 15 höfunda, Ásdís R. Magnúsdóttir fyrir Rangan og réttan – þrjú ritgerðarsöfn eftir Albert Camus, Jón Hallur Stefánsson fyrir skáldsöguna Spámennina frá Botnleysufirði eftir Kim Leine og Silja Aðalsteinsdóttir fyrir Grimms-ævintýrin, í útgáfu og endursögn Phillips Pullman.

Lestu bókardóm DV um verðlaunabókina: Að hafa fyrir lestrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“