fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Kindarlegt keramik og laglegir leirmunir

Vinnustofur listamanna og hönnuða í Hafnarfirði verða opnar fram á kvöld í dag, föstudag, þegar menningarhátíðin Gakktu í bæinn fer fram

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Íshúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 90 eru 28 vinnustofur og verkstæði hönnuða, listamanna og handverksfólks.
Íshúsið Í Íshúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 90 eru 28 vinnustofur og verkstæði hönnuða, listamanna og handverksfólks.

Mikil gróska er í lista- og menningarlífi Hafnfirðinga og krafturinn endurspeglast vel í viðburðinum Gakktu í bæinn sem fer fram í dag, föstudag, milli klukkan 17 og 22. Þá opna listamenn, hönnuðir og handverksfólk vítt og breitt um bæinn vinnustofur sínar og bjóða gesti og gangandi, bæjarbúa jafnt sem nærsveitamenn, velkomna í heimsókn. Menningarmiðstöðin Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar láta heldur ekki sitt eftir liggja og hafa opið fram á kvöld.

Vinnustofusalurinn í gömlu prentsmiðjunni að Suðurgötu 18.
Gamla prentsmiðjan Vinnustofusalurinn í gömlu prentsmiðjunni að Suðurgötu 18.

Meðal þátttakenda eru hönnuðir og handverksfólk í Íshúsi Hafnarfjarðar, þar sem eru 28 vinnustofur og verkstæði í ólíkum skapandi greinum. Starfið fer fram í gömlu og fallegu fyrrverandi frystihúsi við smábátahöfnina og má segja að það sé ákveðið kennileiti í bænum. Vinnurýmin eru langflest mjög opin og stuðla að samtali og samvinnu manna á milli enda hefur myndast afar skemmtilegt samfélag í Íshúsinu. Flóran er einnig afar fjölbreytt. Í húsinu má meðal annars finna keramikhönnuði, hnífasmið, nokkur vöruhönnunarfyrirtæki, tréskipasmið og textílhönnuði.

Steinsnar frá Íshúsinu eru gömlu verbúðirnar, Fornubúðir, þar sem einnig er afar kröftug starfsemi. Þar má meðal annars heimsækja sjö leirlistakonur í Gáru handverki, kíkja inn til myndlistarkonunnar Soffíu Sæmundsdóttur og reka inn nefið í Gallerý Múkka.

Meðal annarra þátttakenda í Gakktu í bæinn eru sjö listamenn sem starfað hafa um árabil í Gömlu Prentsmiðjunni að Suðurgötu 18 og Elín Guðmundsdóttir sem opnar leirlistastofu sína að Suðurgötu 49. Einnig er forvitnilegt að leggja leið sína í Dvergshúsið við Lækjargötu þar sem fjórir myndlistarmenn mála meðal annars með olíulitum, akrýl og vatnslitum. Þar má líka finna Rimmugýgi sem sýnir handverk og vopn að hætti víkinga.

Tilvalið er að rölta á milli staða og njóta þess sem hönnuðir og listamenn hafa að bjóða í Firðinum fagra.

Dvergshúsið, gengið inn frá Brekkugötu
Jórunn, Helgi, Lovísa og María Aldís mála í olíu, akrýl, vatnslitum og fleiru. Heitt á könnunni.

Gallerý Múkki, Fornubúðum 8
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín.

Íshús Hafnarfjarðar, Strandgötu 90
28 vinnustofur hönnuða, listafólks og handverksfólks. Fjölbreytt starfsemi, m.a. textíll, keramik, vöruhönnun, myndlist og trésmíði. Myndlistarsýning Rósu Sigurbergsdóttur í gamla Tækjasalnum og Pop-up kaffihús Íshússins.

Rimmugýgur í Dvergshúsinu
Félagar sýna handverk og vopn.

Gamla Prentsmiðjan, Suðurgötu 18
Í húsinu eru 7 listamenn, hver með sína sérstöðu. Ásdís Sæmundsdóttir, Helga Björnsdóttir, Ingrún Ingólfsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Matthildur Jóhannsdóttir, Ragnhildur Steinbach og Sif Guðmundsdóttir.

Dvergshúsið, gengið inn frá Brekkugötu
Opin vinnustofa hjá listamanninum og hönnuðinum Alice Olivia Clarke.

Gára handverk, Fornubúðum 8
Fallegir handmótaðir leirmunir.

Soffía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8
Ný málverk á veggjum á vinnustofu Soffíu og leyniskúffurnar opnar uppi. Sumartilboð á öllum gulum kortum og myndum. Léttar veitingar.

Elín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 49
Kindarlegt keramik og laglegir leirmunir. Léttar veitingar og allir hjartanlega velkomnir.

Pakkhús og Sívertsens-hús Byggðasafnsins
Ókeypis aðgangur. Í Pakkhúsinu má meðal annars sjá þemasýninguna Bíóbærinn, gullöld kvikmyndahúsanna í Hafnarfirði sem unnin var í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands.

Hafnarborg
Klukkan 20 verður í boði leiðsögn um sýningu Hugsteypunnar, Umgerð, og sýningu á grafíkverkum úr safneign.

Kort þar sem sjá má staðetningu þeirra sem taka þátt í viðburðinum Gakktu í bæinn.
Gakktu í bæinn Kort þar sem sjá má staðetningu þeirra sem taka þátt í viðburðinum Gakktu í bæinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð