fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Lítið spennandi heimsferð

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 5. febrúar 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.


Það kannast líklega flestir við sögu Jules Verne, um yfirstéttarspjátrunginn Filias Fogg, sem árið 1872 veðjar við klúbbfélaga sinn um að hann komist hringinn í kringum jörðina á 80 dögum. Filias er leiðinlega smámunasamur karakter, afar stoltur og upptekinn af breskum siðum og venjum. Í upphafi leikritsins ræður hann til sín franskan þjón, Passepartout, og saman ferðast þeir í kappi við klukkuna, með tösku fulla af peningum, í kringum jörðina. Á hæla þeirra fylgir rannsóknarlögreglumaðurinn Fix sem er sannfærður um að Filias Fogg sé eftirlýstur bankaræningi.

Boðskapur verksins er víðsýni og umburðarlyndi gagnvart siðum og venjum fólks af öðrum kynþáttum. Hinn þröngsýni Filias breytist á ferðalaginu, hann finnur meira að segja ástina í lífi sínu á fjarlægum slóðum. En söguþráðurinn er gamaldags, persónurnar einfaldar og ferðalagið lítið spennandi. Verkinu er haldið uppi af fjórum leikurum ásamt tveimur sviðsmönnum og hljóðfæraleikurunum Baldri Ragnarssyni og Gunnari Ben. Það voru kannski þeir tveir síðasttöldu sem voru hvað ferskastir á sviðinu, maður bjóst hálfpartinn við því að þeir mundu brjóta allar reglur og gera eitthvað alveg rosalega óvænt og hættulegt. Það gerðist því miður ekki en það var áhugavert að sjá þá spila á öll þau hljóðfæri sem gripið var til. Reynt er að fjölga andlitum á sviðinu með því að draga fram brúður í líki ýmissa þekktra einstaklinga frá þessu tímabili en það mistekst. Brúðurnar eru of litlar, texti þeirra klisjukenndur, túlkunin óspennandi og tengingin óskýr.

Fátt kemur á óvart nema þá helst hversu hratt leikurunum tekst að skipta um búninga.

Ekki veit ég af hverju þetta verk rambaði á stóra sviðið. Í kynningarefni frá leikhúsinu frá því í haust var gert ráð fyrir að það yrði sýnt í Kassanum. Það hefði sannarlega farið betur á minna sviði í meiri nánd við áhorfendur. Þetta er löng sýning, rúmlega tveir klukkutímar, og undir lokin var orðið meira spennandi að sjá hvort ungir áhorfendur héldu sýninguna út heldur en hvort Filiasi Fogg tækist að komast í tæka tíð til London. Það er ekki annað hægt en að setja spurningarmerki við erindi þessa verks á stóra svið Þjóðleikhússins og jafnvel erindi þess yfir höfuð. Margreyndur leikstjóri og þekktir leikarar standa að sýningunni en það dugar ekki til. Fátt kemur á óvart nema þá helst hversu hratt leikurunum tekst að skipta um búninga. Frumleiki og töfrar eru hins vegar víðs fjarri.

Brúður léku hlutverk þekktra samtímamanna Filiasar Fogg í verkinu, en gagnrýnanda fannst brúðurnar of litlar, texti þeirra klisjukenndur, túlkunin óspennandi og tengingin óskýr.
Brúðuleikur Brúður léku hlutverk þekktra samtímamanna Filiasar Fogg í verkinu, en gagnrýnanda fannst brúðurnar of litlar, texti þeirra klisjukenndur, túlkunin óspennandi og tengingin óskýr.

Mynd: Hörður Sveinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“