fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Bókmenntaverðlaunin afhent

Einar Már, Gunnar Helga og Gunnar Þór hlutu verðlaunin – Hátíðleg athöfn á Bessastöðum

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 12. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á miðvikudag.

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Hundadagar, Gunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Mamma Klikk! og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Gunnar Þór Bjarnason sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla.

Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Þriggja manna dómnefndir tilnefndu fimm verk í hverjum flokki, en lokadómnefnd skipuð formönnum dómnefndanna þriggja, auk eins aðila skipuðum af forseta Íslands, valdi sigurverkin. Lokadómnefnd skipuðu Erna Guðrún Árnadóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson og Árni Sigurjónsson, sem jafnframt var formaður nefndarinnar.

Verðlaunabókin Hundadagar er skáldsaga sem er frjálslega byggð á sögulegum heimildum og velti Einar Már fyrir sér hvað fælist í sögu, sannleika og lygi.
„Höfuðbaráttan í þessum heimi er baráttan um söguna.“ Verðlaunabókin Hundadagar er skáldsaga sem er frjálslega byggð á sögulegum heimildum og velti Einar Már fyrir sér hvað fælist í sögu, sannleika og lygi.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Gunnar, Gunnar Þór og Einar Már voru ánægðir með
Verðlaunahafarnir Gunnar, Gunnar Þór og Einar Már voru ánægðir með

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Hér afhendir hann Gunnari Þór Bjarnasyni verðlaunagripinn.
Veitir verðlaunin í síðasta sinn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Hér afhendir hann Gunnari Þór Bjarnasyni verðlaunagripinn.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, hélt stutta ræðu og tilkynnti þá sem tilnefndir voru.
Formaðurinn Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, hélt stutta ræðu og tilkynnti þá sem tilnefndir voru.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

KK flutti lögin Á æðruleysinu og Aleinn í heimi er við athöfnina á Bessastöðum.
Æðruleysi KK flutti lögin Á æðruleysinu og Aleinn í heimi er við athöfnina á Bessastöðum.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Í ræðu sinni velti Gunnar Þór Bjarnason fyrir sér hvað væri hægt að læra af sögunni, en hann sagði að fyrri heimsstyrjöldin hefði ekki verið óhjákvæmilegur harmleikur.
„Vonandi lærum við að varðveita heimsfriðinn.“ Í ræðu sinni velti Gunnar Þór Bjarnason fyrir sér hvað væri hægt að læra af sögunni, en hann sagði að fyrri heimsstyrjöldin hefði ekki verið óhjákvæmilegur harmleikur.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433
Fyrir 17 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum