Þeir hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin

Einar Már, Gunnar Helga og Gunnar Þór hljóta verðlaunin í ár

Gunnar Þór Bjarnason, Einar Már Guðmundsson og Gunnar Helgason.
Verðlaunahafarnir Gunnar Þór Bjarnason, Einar Már Guðmundsson og Gunnar Helgason.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Hundadagar, Gunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Mamma Klikk! og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Gunnar Þór Bjarnason sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla.

Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Þriggja manna dómnefndir tilnefndu fimm verk í hverjum flokki, en lokadómefnd skipuð formönnum dómnefndanna þriggja auk eins aðila skipuðum af forseta Íslands, valdi sigurverkin.

Hér fyrir neðan má sjá allar þær bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna í ár.

Flokkur barna- og ungmennabóka.

Arnar Már Arngrímsson
Sölvasaga unglings
Útgefandi: Sögur útgáfa

Gunnar Theodór Eggertsson
Drauga-Dísa
Útgefandi: Vaka Helgafell

Gunnar Helgason
Mamma klikk!
Útgefandi: Mál og menning

Hildur Knútsdóttir
Vetrarfrí
Útgefandi: JPV útgáfa

Þórdís Gísladóttir
Randalín, Mundi og afturgöngurnar
Útgefandi: Bjartur

Flokkur fagurbókmennta:

Auður Jónsdóttir
Stóri skjálfti
Útgefandi: Mál og menning

Einar Már Guðmundsson
Hundadagar
Útgefandi: Mál og menning

Hallgrímur Helgason
Sjóveikur í München
Útgefandi: JPV útgáfa

Hermann Stefánsson
Leiðin út í heim
Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Jón Kalman Stefánsson
Eitthvað á stærð við alheiminn
Útgefandi: Bjartur

Flokkur fræðibóka og rita almenns efnis:

Dagný Kristjánsdóttir
Bókabörn
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Gunnar Þór Bjarnason
Þegar siðmenningin fór fjandans til - Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918
Útgefandi: Mál og menning

Héðinn Unnsteinsson
Vertu úlfur – wargus esto
Útgefandi: JPV útgáfa

Páll Baldvin Baldvinsson
Stríðsárin 1938 – 1945
Útgefandi: JPV útgáfa

Smári Geirsson
Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915
Útgefandi: Sögufélag

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.