Endurreisnarmaður stýrir listasýningu Íslendinga í Amsterdam

Á annan tug íslenskra myndlistarmanna sýnir í Breed Art Studios

Brynjar Helgason og Ívar Glói setja aðra sýninguna í sýningaröðinni St. Hospitality upp í Breed Art Studio.
Á anna tug íslenskra listamanna Brynjar Helgason og Ívar Glói setja aðra sýninguna í sýningaröðinni St. Hospitality upp í Breed Art Studio.
Mynd: Breed Art Studios

Á annan tug íslenskra myndlistarmanna tekur þátt í sýningaröðinni St. Hospitality sem fer fram um þessar mundir í Breed Art Studios-galleríinu í Amsterdam í Hollandi, en þriðja sýningin í röðinni opnar í dag, föstudaginn 9. desember. Listamennirnir eru víða að úr heiminum og á mismunandi aldri en flestir hafa einhver tengsl við borgina. Meðal íslenskra listamanna sem eiga verk eða koma fram eru Hreinn Friðfinnsson, Styrmir Örn Guðmundsson, Logi Leó Gunnarsson og Eva Ísleifsdóttir.

„Þetta er trílógía, þrjár sýningar og sú síðasta verður opnuð núna á föstudaginn,“ segir Brynjar Helgason, einn skipuleggjenda sýningaraðarinnar. Hann segir verkin vera ólík en leggur áherslu á að ákveðin endurreisnarstemning svífi yfir vötnum enda er sá sem titlaður er sýningarstjóri enginn annar en listunnandinn og patróninnn Lorenzo de‘ Medicina. „Þetta er eiginlega hans val á verkum. Hann er týpan sem setur þetta saman,“ segir Brynjar.

Á vefsíðu sýningarinnar verður bein útsending frá opnuninni og gjörningum sem fara þá fram í galleríunum. „Breed Art Studios er tiltölulega nýtt gallerí í úthverfi Amsterdam – við erum að reyna að virkja úthverfin. Þetta svæði í norðurhluta Amsterdam er eiginlega nýr vígvöllur fyrir samtímalist. Það er ákveðin „gentrification“ að eiga sér stað, ný neðanjarðarlestarlína sem nær þangað verður bráðum opnuð og þetta er að verða mjög heitur staður.“

Þó Lorenzo de‘ Medicina sé miðaldamaður er hann í góðum tengslum við nútímann, hann gengur um með Samsung-snjallsíma og fylgist með íslenskri nútímalist.
Sýningarstjórinn Þó Lorenzo de‘ Medicina sé miðaldamaður er hann í góðum tengslum við nútímann, hann gengur um með Samsung-snjallsíma og fylgist með íslenskri nútímalist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.