fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

25 bestu plötur ársins að mati Kraums

Joey Christ, Biogen, Cyber, JFDR og Nordic Affect meðal tilnefndra

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 8. desember 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, fimmtudaginn 8. desember, var úrvalslisti tónlistarsjóðsins Kraums kynntur. Á listanum eru þær 25 plötur sem þykja hafa skarað fram úr í íslenskri tónlist á árinu og eiga möguleika á að hljóta plötuverðlaun Kraums sem verða veitt síðar í mánuðinum. Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann, hvort sem þær hafa verið gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, eða aðeins á netinu.

Kraumur er sjálfstætt starfandi tónlistarsjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs, og hefur hann það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Sjóðurinn hefur veitt Kraumsverðlaunin árlega frá árinu 2008.

Eftirfarandi plötur eru tilnefndar:

Alvia Islandia – Bubblegum Bitch
Amiina – Fantomas
Andi – Andi
Aron Can – Þekkir stráginn
Arve Henriksen, Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson – Saumur
asdfhg – Kliður
Bára Gísla – Brimslóð
CYBER is CRAP – EP
EVA808 – Psycho Sushi
GKR – GKR
Glerakur – Can’t You Wait
Gyða Valtýsdóttir – Epicycle
Indriði – Makril
Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum
Kuldaboli – Vafasamur lífstíll
Kælan mikla – Kælan mikla
Naðra – Allir vegir til glötunar
Pascal Pinon – Sundur
Páll Ívan frá Eiðum – This is my shit
Reykjavíkurdætur – RVK DTR
Samaris – Black Lights
Sigrún Jónsdóttir – Hringsjá
Snorri Helgason – Vittu til
Suð – Meira Suð
Tófa – Teeth Richards

Kraumslistinn er valinn af fjórtán manna dómnefnd og er hún skipuð eftirfarandi aðilum: Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands