fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Eitt alræmdasta nauðgunaratriði kvikmyndasögunnar verður enn umdeildara

Bertolucci viðurkennir að hafa gert atriðið grófara án þess að láta leikkonuna vita – Vildi ná fram raunverulegum viðbrögðum

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 6. desember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaheimurinn logar eftir að áður óbirt viðtal við einn virtasta kvikmyndagerðarmaður Ítalíu, Óskarsverðlaunaleikstjórinn Bernardo Bertolucci, skaut upp kollinum á dögunum, en þar viðurkennir hann að hafa skipulagt nauðgunaratriði í hinni alræmdu kvikmynd Last Tango in Paris án vitundar aðalleikkonunnar.

Last Tango in Paris er með umdeildari kvikmyndum 20. aldarinnar. Þegar hún kom út árið 1972 vakti hún sérstaka athygli fyrir ofbeldi og opinská kynlífsatriði, en myndin fjallar um stormasamt ástarævintýri bandarísks ekkils og ungrar franskrar konu.

Atriði þar sem ekkillinn nauðgar ungu konunni er í handritinu, en í viðtali sem var tekið á kvikmyndahátíðinni La Cinématheque í París árið 2013 viðurkennir Bertolucci að hann og aðalleikarinn Marlon Brando hafi ákveðið í sameiningu að gera atriðið ógeðfelldara með því að láta hann nota smjör sem sleypiefni þegar hann nauðgar ástkonu sinni, sem var leikin af hinni 19 ára gömlu Mariu Schneider. Þeir ákváðu hins vegar að láta Schneider ekki vita af breytingunni til að ná fram raunverulegum óttaviðbrögðum frá henni.

„Að nota smjörið var hugmynd sem við Marlon fengum morguninn fyrir tökurnar. En að vissu leyti var það hræðilega gert að segja ekki Mariu hvað myndi gerast. Ég vildi hins vegar að hún sýndi viðbrögð sem stelpa en ekki sem leikkona,“ segir Bertolucci.

„Ég vildi ekki að Maria léki niðurlæginguna og reiðina. Ég vildi að hún myndi upplifa hana en ekki leika – og hún hataði mig eftir það.“ Hann sagðist vera fullur sektarkenndar en þó ekki sjá eftir því að hafa framkvæmt atriðið á þennan hátt.

Maria Schneider lést úr krabbameini árið 2011 en hún glímdi lengi við alvarlegt þunglyndi og eiturlyfjafíkn. Hún hafði oft talað illa um Bertolucci í viðtölum, sagt það eina sem hún sæi eftir í lífi sínu væri að hafa leikið í myndinni hans, hann væri „glæpamaður og melludólgur“ og að hanni hafi rænt hana æskunni. Í viðtali árið 2007 sagði hún að þótt kynlífið í Last Tango in Paris hafi ekki verið raunverulegt hafi henni fundist henni hafa verið „pínulítið nauðgað“ við gerð myndarinnar. Hún sagðist hafa verið gríðarlega reið og hvorugur mannanna hafi huggað hana eða beðist afsökunar: „Marlon sagði bara: engar áhyggjur Maria, þetta er bara bíómynd.“

Meðal leikara sem hafa stigið fram og fordæmt Bertolucci eru Jessica Chastain, Anna Kendrick og Chris Evans.

Bertolucci segist skammast sín fyrir að hafa ekki sagt Schneider frá breytingunum en segist þó ekki sjá eftir því.
Sér ekki eftir neinu Bertolucci segist skammast sín fyrir að hafa ekki sagt Schneider frá breytingunum en segist þó ekki sjá eftir því.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla