fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Illmenni í dái

Fallið snýr aftur á RÚV

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 3. desember 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV hefur hafið sýningar á þriðju þáttaröðinni af Fallinu. Annarri þáttaröðinni lauk með því að lögreglukonan Stella Gibson vafði Paul Spector, hinn helsærða kvennamorðingja, örmum. Henni virtist sannarlega ekki standa á sama um hann.

Í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar lá morðinginn í dái í öndunarvél. Einmitt þess vegna gerðist ekkert ógnvekjandi í þættinum. Gillian Anderson í hlutverki Stellu gekk um og endurtók hvað eftir annað að hún vildi að morðinginn myndi vakna því draga þyrfti hann fyrir dóm og ná þannig fram mikilvægu réttlæti. Mann grunar samt að ástæðan sé önnur. Stella hefur, eftir því sem liðið hefur á þættina, orðið æ undarlegri. Hún virðist næstum því háð morðingjanum. Samband þeirra nálgast það að vera pervertískt.

Það er varla hægt að segja að Stella hafi talað í þættinum því svo að segja öll hennar orð voru hvísl. Kannski átti það að vekja hjá manni ugg og eftirvæntingu – sem gerðist nú reyndar ekki. Maður var alltaf að bíða eftir því að eitthvað verulega krassandi gerðist. Helsta von manns er að Spector vakni og láti til sín taka af alkunnri illmennsku sem Stella verði að bregðast við.

Fallið fer afar hægt af stað en í trausti þess að leikurinn eigi eftir að æsast mætir maður samviskusamlega við sjónvarpsskjáinn næstu þriðjudagskvöld. Allavega er áhugavert að fylgjast með þeirri fínu leikkonu, Gillian Anderson, takast á við hlutverk Stellu sem henni hefur tekist að gera að mjög dularfullri og óræðri persónu. Þegar Paul Spector vaknar loks úr dáinu þá munum við örugglega einnig geta dáðst að túlkun Jamie Dornan á manni sem er greinilega helsjúkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“