fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Yngstur í jólabókaflóðinu

Þorgrímur Kári Snævarr gefur út skáldsöguna Sköglu – 23 ára áhugamaður um teiknimyndasögur og norræna goðafræði

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 24. desember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skögla er fyrsta skáldsaga Þorgríms Kára Snævars sem er 23 ára gamall og líklega yngsti höfundurinn sem gefur frá sér skáldsögu á Íslandi fyrir þessi jól.

„Ég byrjaði að vinna að Sköglu fyrir fimm árum, eftir að hafa klárað annað árið mitt í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar lásum við handrit eins og Snorra-Eddu og Völuspá, og ég tók eftir því að í þessum fornsögum er fjöldinn allur af aukapersónum sem oft birtast aðeins einu sinni og eru síðan úr sögunni,“ segir Þorgrímur Kári og kveðst hafa viljað draga fram sögu þessara persóna. Skögla fjallar þannig um dverginn Nýráð, sem birtist í dvergatalinu í Gylfaginningu, og valkyrjuna Skögul, sem birtist í ýmsum handritum. „Báðar þessar persónur eru svo til óskrifuð blöð í goðafræðinni og því hafði ég nægt svigrúm til að glæða þær lífi án þess að neitt sem ég skrifaði stangaðist á við efnið.“

Bókina, sem Þorgrímur kallar ungmennabók en segir þó hugsaða fyrir alla aldurshópa, gefur hann út hjá Óðinsauga, litlu en eljusömu forlagi sem gefur út nokkurn fjölda bóka fyrir jólin. „Mér fannst nafnið á forlaginu lofa góðu fyrir bók eins og þessa, og auk þess sá ég að ein stefna þeirra var að gefa nýjum höfundum tækifæri,“ segir Þorgrímur, en hann segir það að fá bókina útgefna hafi einmitt verið eitt það erfiðasta í ferlinu. „Það getur verið erfitt fyrir nýjan höfund að sannfæra bókaforlög um að gefa manni tækifæri, og biðin eftir svari þegar handritið hefur verið sent getur verið óbærileg. En maður á aldrei að gefast upp.“

Bókina skrifaði Þorgrímur samhliða menntaskólanum og háskólanámi í teiknimyndasögugerð við St. Luc, myndlistarakademíuna í Brussel í Belgíu. „Ég hef nánast alltaf haft áhuga á því að teikna, það fer samhliða lönguninni til að segja sögur. Ég gæti vel hugsað mér að stefna að því að gefa út myndasögu næst. Við sjáum til dæmis á myndasögunum sem Froskur útgáfa er að gefa út og á sögum eins og Vargöld að það gæti vel verið að myndast markaður fyrir íslenskar myndasögur.“

Aðspurður segir Þorgrímur það hafa verið gaman að taka þátt í jólabókaflóðinu og umstanginu sem fylgir bókaútgáfu í fyrsta sinn. „Ég hef reynt að hafa allar klær úti til að auglýsa mig – ég hef farið í skóla til að lesa fyrir nemendur, hengt up plaköt, haldið uppi vefsíðu fyrir bókina, og svo framvegis. Ég gæti vel hugsað mér að gera þetta aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð