Stal 271 Picasso-verki

Rafvirki Picasso dæmdur fyrir að stela hátt 300 listaverkum

Mynd: EPA

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 77 ára rafvirkja, Pierre Le Guennec, og eiginkonu hans fyrir að stela 271 listaverki eftir Pablo Picasso.

Le Guennec starfaði sem rafvirki á heimili Picasso snemma á áttunda áratugnum, en listamaðurinn lést árið 1973. Árið 2010 tilkynnti hann um eignina og þótti fundur svo margra nýrra verka fréttnæmur á þeim tíma.

Le Guennec hélt því fyrst fram að Picasso sjálfur, en síðar að eiginkona hans, hefði gefið honum verkin. Þau voru reyndar bæði þekkt fyrir mikla gjafmildi en dómurinn taldi þó ólíklegt að þau hefðu gefið rafvirkjanum, sem heimsótti þau aðeins til að setja upp þjófavarnarkerfi, svo mörg verk.

Le Guennec þarf nú að skila verkunum, sem eru metin á milli 8 og 9 milljarða króna, til dánarbús Picasso. Rafvirkinn er enn fremur frændi eiginkonu Maurice Bresnu, einkabílstjóra og góðvinar Picasso, sem hefur verið sakaður um að stela hundruðum verka eftir listamanninn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.