Menning

Stal 271 Picasso-verki

Rafvirki Picasso dæmdur fyrir að stela hátt 300 listaverkum

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 21. desember 2016 18:30

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 77 ára rafvirkja, Pierre Le Guennec, og eiginkonu hans fyrir að stela 271 listaverki eftir Pablo Picasso.

Le Guennec starfaði sem rafvirki á heimili Picasso snemma á áttunda áratugnum, en listamaðurinn lést árið 1973. Árið 2010 tilkynnti hann um eignina og þótti fundur svo margra nýrra verka fréttnæmur á þeim tíma.

Le Guennec hélt því fyrst fram að Picasso sjálfur, en síðar að eiginkona hans, hefði gefið honum verkin. Þau voru reyndar bæði þekkt fyrir mikla gjafmildi en dómurinn taldi þó ólíklegt að þau hefðu gefið rafvirkjanum, sem heimsótti þau aðeins til að setja upp þjófavarnarkerfi, svo mörg verk.

Le Guennec þarf nú að skila verkunum, sem eru metin á milli 8 og 9 milljarða króna, til dánarbús Picasso. Rafvirkinn er enn fremur frændi eiginkonu Maurice Bresnu, einkabílstjóra og góðvinar Picasso, sem hefur verið sakaður um að stela hundruðum verka eftir listamanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir einni viku

Heimskort Söguhrings kvenna afhjúpað

Heimskort Söguhrings kvenna afhjúpað
Fyrir einni viku

Yfirlestur Baltasars á Everest: „Það þurfti engan sykur í þetta“

Yfirlestur Baltasars á Everest: „Það þurfti engan sykur í þetta“
Menning
Fyrir 9 dögum

Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu

Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu
Menning
Fyrir 10 dögum

Stefán Máni: „Hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og falleg, sem og ógleymanleg“

Stefán Máni: „Hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og falleg, sem og ógleymanleg“
Menning
Fyrir 12 dögum

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey
Menning
Fyrir 12 dögum

Einu sinni var í Hollywood: Þetta eru leikararnir í nýjustu mynd Quentin Tarantino

Einu sinni var í Hollywood: Þetta eru leikararnir í nýjustu mynd Quentin Tarantino
Menning
Fyrir 14 dögum

Listasafn Árnesinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2018

Listasafn Árnesinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2018
Menning
Fyrir 14 dögum

10 ára drengur heillar internetið með ábreiðu af Imagine

10 ára drengur heillar internetið með ábreiðu af Imagine