fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Bókarkápa Elsku Drauma mín stæling á erlendu plakati

Hönnuðurinn: „Mistök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á“

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 21. desember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kápuhönnun Jóns Ásgeirs Hreinssonar á Elsku Drauma mín, minningabók Sigríðar Halldórsdóttur sem Vigdís Grímsdóttir skráði og Forlagið gaf út, svipar ískyggilega mikið til plakats sem Concepcion Studios hannaði fyrir bandarísku hljómsveitina Lady Danville fyrir stuttskífuna Operation sem kom út árið 2012. Bent var á líkindin í úttekt Fréttablaðsins á bestu og verstu bókarkápum ársins og hefur málið vakið nokkuð umtal í hönnunar- og bókaheiminum.

„Mistök af minni hálfu“

Í báðum hönnunarverkunum sem um ræðir er sama pastel-litapallettan notuð, þrír mjög svipaðir litir í mjög svipuðum hlutföllum: appelsínugulur neðst, ljósblár í miðjunni og grár efst, en í efsta rammanum eru teiknuð þrjú hvít bólstraský og komið fyrir á nánast sama stað. Þar er einnig miðjusettur skáletraður rauður texti með titli, punktalínu undir og svo texta með smærra letri fyrir neðan. Hægra megin í báðum verkum er klippt inn ljósmynd af konu í svarthvítu – í öðru tilvikinu er það ung kona með kafarahjálm en hinu er það Sigríður Halldórsdóttir. Á upplýsingablaðsíðu bókarinnar kemur ekkert fram um hvaðan þetta svipmót kápunnar kemur.

Vigdís Grímsdóttir, sem ritaði bókina, tjáði sig um málið á Facebook, og sagði meðal annars: „Þjófnaður er alltaf fyrirlitlegur og ætti að dæmast sem slíkur.“ Undir þetta tekur Auður Jónsdóttir, rithöfundur og dóttir Sigríðar Halldórsdóttur, og veltir fyrir sér hvað hönnuðinum hafi gengið til.

Kápuhönnuðurinn Jón Ásgeir hefur lengi verið einn mikilvirkasti kápuhönnuður landsins og er virtur í bransanum. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann DV en vísaði í tilkynningu sem hann sendi fréttastofu RÚV um helgina: „Þarna áttu sér stað mistök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á.“

Í svari til DV segast hönnuðir Concepcion Studios ekki ætla að grípa til sérstakra aðgerða vegna málsins, meðal annars vegna þess að hljómsveitin sem plakatið var gert fyrir er hætt störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?