fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Hljóð sem ofbeldi

Tvíeykið Vald rannsakar notkun hljóðs í valdbeitingu – Bjóða fólki í hljóðræna yfirheyrslu

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 20. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljóðbylgjur berast sífellt um loftið og skella á heyrnarskynfærum manneskjunnar. Slíkar bylgjur eru stöðugt í kringum okkur og taka á sig ólíkar myndir: umhverfishljóð, orð og tónlist. Þeim er þó einnig hægt að beita í annarlegum tilgangi, sem vopni eða yfirheyrslutæki – enda getur hávaði og hljóð af ákveðinni tíðni valdið líkamlegum sársauka, áreiti og óbærilegri vanlíðan.

Þorvaldur og Ástvaldur kanna vald og hljóðræna misbeitingu yfirvalda í verkinu In_terror.
Vald Þorvaldur og Ástvaldur kanna vald og hljóðræna misbeitingu yfirvalda í verkinu In_terror.

Í verkinu In_terror, sem verður flutt í Mengi 29. desember næstkomandi, rannsakar tvíeykið Vald slíka notkun hljóða og býður áhorfendum að finna fyrir óþægilegum áhrifum hljóðanna á eigin skinni. Verkið er unnið út frá yfirheyrsluaðferðum ýmissa lögreglu- og hernaðaryfirvalda og leyniþjónusta – hljóðrænni misbeitingu yfirvalda.

Áhrif hljóðs á líkamann

„Við höfum mikinn áhuga á því hvernig hljóð getur haft áhrif á líkamann,“ útskýrir Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, sviðshöfundur og annar meðlimur Valds ásamt Ástvaldi Axel Þórissyni, raftónlistarmanni.

„Út frá slíkum pælingum fórum við að skoða hvernig hljóð hefur verið notað í hernaði og yfirheyrslum. Slíkt hefur verið mjög mikið reynt. Bæði hafa menn reynt að þróa hljóðræn vopn – það hefur reyndar ekki gengið mjög vel – og nota hljóð í yfirheyrslu. Það hefur til að mynda verið gert í Guantanamo og öðrum svipuðum fangelsum. Þá er hljóðið til dæmis notað sem áreiti til að ræna menn svefni eða sama lagið eða stefið spilað aftur og aftur þar til menn missa vitið. Endurtekning og hávaði er hvort tveggja notað,“ útskýrir Þorvaldur.

„Það er mjög áhugavert hvernig hljóð sem við getum ekki heyrt geta engu að síður haft áhrif á líkamann, bæði hljóð sem eru of há og of lág, það sem er kallað „ultrasound“ og „infrasound.“ Það eru dæmi um að tæki sem gefa frá sér hátíðnihljóð hafi verið notuð til að fæla burt unglinga úr verslunarmiðstöðvum. Tíðnin sem maður heyrir minnkar eftir því sem maður eldist, þannig að börn og unglingar heyra tíðni sem fullorðnir heyra ekki. Annað sem er mjög áhugavert er hvernig „infrasound“ – hljóð sem eru lægri en við getum heyrt – getur haft áhrif á sjónina og valdið einhvers konar sjóntruflunum. Sumir hafa sett þetta í samhengi við upplifun fólks af draugum.“

Ekki fyrir viðkvæma

Aðspurður segir Þorvaldur verkið vera eins konar hljóðrænan gjörning án flytjenda og útvarpsleikhús þar sem áheyrandanum er komið fyrir í miðju verksins. „Það er eins og áhorfandinn mæti í yfirheyrslu. Hann kemur inn í tómt rými og sest í stól. Svo fer fram eins konar hljóðyfirheyrsla, persónur sem tala við hann, hljóð sem vísa í þau hljóð sem hafa verið notuð í yfirheyrslum. Þetta er ekki langt verk en mjög „intensíft“.“

Þannig að gestir munu fá að upplifa hljóðræna pyntingu?

„Ég myndi nú ekki alveg segja það, en ég myndi ekki mæla með þessu fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir skrýtnum hljóðum, hávaða og ljósum.“

In_terror verður flutt á korters fresti frá 14.00 til 22.00 þann 29. desember næstkomandi í Mengi við Óðinsgötu. Miðaverð er 1.500 kr. og miðapantanir fara fram á valdiceland@gmail.com. Verkið er unnið í samstarfi við Berlínarútgáfuna oqko.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“