fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Bestu kvendrifnu sjónvarpsþættirnir árið 2016

Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum tók saman listann

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. desember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WIFT konur á Íslandi, sem eru samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, hafa valið bestu kvendrifnu sjónvarpsþáttaraðirnar árið 2016. Þættirnir, ásamt stiklum úr þeim, eru taldir upp á vefsíðu WIFT á íslandi.

Eins og mörgum er kunnugt er oft ekki um auðugan garð að grisja þegar kemur að sjónvarpsefni eða kvikmyndum með sterkar kvenpersónur í aðalhlutverki en þessi listi ætti að geta hjálpað þeim sem leita að slíku efni að fá hugmyndir að þáttum til að horfa á.

Norsku þættirnir Skam eru í efsta sæti listans. Skam er norskt unglingadrama sem hefur farið sigurför um heiminn. Rúv hefur lokið sýningum á fyrstu þáttaröðinni en hún er enn aðgengileg á vef RÚV. Þriðja þáttaröðin var sýnd í Noregi á árinu en WIFT konur segja að hún hafi samkvæmt heimildum sínum verið „ROSALEG“.“

The Crown eru í öðru sæti en þættirnir fjalla um fyrstu árin í valdatíð Elísabetar II Englandsdrottningar. Þættina er hægt að nálgast á Netflix og eru samkvæmt WIFT ein dýrasta þáttaröð allra tíma.

Réttur 3 kemur þar á eftir. Þættirnir eru Íslenskir framleiddir fyrir Stöð 2 en aðgengilegir á Netflix víða erlendis. Meðal annars í Bandaríkjunum. Þess má geta að Réttur 3 eða Case eins og þættirnir kallast á ensku voru í vikunni valdir besta erlenda þáttaröðin á vefsíðunni EuroDrama

Næstir eru nefndir til sögunnar þættirnir The Valley sem hafa verið sýndir á RÚV. Þættirnir eru að mati WIFT kvenna „Æsispennandi glæpaþáttaröð, full af breiskum og áhugaverðum kvenpersónum sem gerist í bæ á Englandi sem hefur farið hvað verst út úr eiturlyfjafaraldrinum þar í landi.“

Fleiri þættir sem WIFT konur nefna eru m.a. glæpaþáttaröðin The Fall með Gillian Andersson í aðalhlutverki. Andersson er íslenskum sjónvarpsþáttaáhorfendum að góðu kunn sem lögreglukonan Scully í þáttunum X-files. Raised by Wolf fjalla um einstæða og óhefðbundna móður. Stranger Things þarf varla að kynna fyrir Íslendingum en þættirnir eru fáanlegir á Netflix hér á landi og hafa slegið í gegn. Jessica Jones er ofurhetjuþáttaröð byggð á samnefndri myndasögu, Íslendingar geta fundið þættina á Netflix.

Á vefsíðu WIFT má lesa um alla þættina sem voru tilnefndir og sjá sýnishorn úr þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana