fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

La La Land með flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlauna

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. desember 2016 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin La La Land með þeim Ryan Gosling og Emmu Stone í aðalhlutverki fékk sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, en tilnefningarnar voru tilkynntar í dag. Myndin, sem verður frumsýnd hér á landi þann 27. janúar, hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og þykir líkleg til afreka á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári.

Myndin er tilnefnd sem besta myndin í flokki gaman- og söngvamynda en auk þess eru myndirnar 20th Century Women, Deadpool, Sing Street og Florence Foster Jenkins tilnefndar í sama flokki. Þá er Emma Stone tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki í sama flokki auk Annette Bening (20th Century Women), Meryl Streep (Florence Foster Jenkins), Hailee Steinfeld (The Edge of Seventeen) og Lily Collins (Rules Don‘t Apply).

Ryan Gosling er tilnefndur sem besti karlleikarinn ásamt Jonah Hill (War Dogs), Colin Farrell (The Lobster), Ryan Reynolds (Deadpool) og Hugh Grant (Florence Foster Jenkins).

Sjónvarpsþættirnir Westworld eru tilnefndir til þriggja verðlauna, þar á meðal sem besti dramaþátturinn og þá er Evan Rachel Wood tilnefnd sem besta leikkonan í aðahlutverki í flokki dramaþátta og Thandie Newton sem besta leikkonan í aukahlutverki.

Hér má sjá allar tilnefningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“