fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Flækjukennd endurkoma

Villisumar eftir Guðmund Óskarsson

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 12. desember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Arnaldur Máni Finnsson.

Villisumar Guðmundar Óskarssonar fjallar öðrum þræði um listina og þrána eftir upphefð og frelsi til að skapa, en um leið um yfirþyrmandi komplexa; tilvistarvanda í skugga föður sem er listrænt afgerandi, listamaðurinn fyrst en bæði elskuríkur og fjarlægur í senn sem föðurímynd.

Í verkinu er gerð tilraun til að blanda saman tveimur þráðum; samtímasögu arkitektsins Dagbjarts Dagbjartssonar þar sem hann er á leið til borgarinnar Y í Frakklandi vegna opnunar listasafns, ásamt börnum sínum; og upprifjun hins sama af hinu skelfilega sumri sem hann eyddi með föður sínum og nafna, viðurkenndum en breyskum listmálara, í sömu borg einhverjum þrem, fjórum áratugum fyrr. Í stuttu máli má segja að þessi samþætting takist ekki sem skyldi, til þess er samtímasagan allt of veigalítil. Sú persóna sem þar er dregin skýrum línum er lífshrædd, metnaðarfull rökhyggjumanneskja sem lýsir sér sem „þreytandi félagsskap“ sem sé ófær um hreinskilni á tilfinningalegum grunni (6). Þessi homo faber er útkoman úr hinum unga og lífsþyrsta manni sem fylgdi föður sínum til Frakklands á óræðum aldri, uppfullur af aðdáun, öfund og þrá eftir að nema „listina“ af fyrirmynd sinni, í hinum þræði verksins.

Skuggi borgaralegrar fjölskyldu móður sem svipti sig lífi er ramminn utan um „villisumar feðganna“ en fyrir mína parta er binding allra þessara þráða að flækjast fyrir því sem virðist liggja höfundinum á hjarta: lýsingu á rómantískri en óreiðukenndri dvöl í ævintýralegum stað þar sem passív-agressív samskipti og manísk-depressívt vinnulag eru kjarninn og djúsinn í textanum. Hin rómantíska borg Y er teiknuð impressjónískum dráttum þar sem hin suðræna borg, sem birst hefur í íslenskum bókmenntum reglulega frá tímum Thors Vilhjálmssonar, fær sín einkenni í skrýtnu kaffihúsi, sérkennilegum vinnuveitanda; einhverju sem skapar hughrif en jarðtengir lesandann síður í einhverjum veruleika sögunnar; við dveljum því í draumi hennar – villisumrinu.

Guðmundur hafði reynt fyrir sér á ritvellinum með tveimur bókum, örsagnasafni og skáldsögu, þegar hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þriðju bók sína, Bankster árið 2009. Svo virðist sem sú upphefð hafi reynst honum erfið en Villisumarið hjálpar honum vonandi að ryðja þeim klaka af sér.

Það er margt heillandi við smáatriði sem spretta varla úr öðrum jarðvegi en hugarflugi skáldsins í verkinu en sérviska í stíl og byggingu setninga er atriði sem gerir textann á köflum óþarflega snúinn og hamlar flæði í lestri. Stöðugleiki þessarar sérvisku bendir þó til að höfundur hafi kosið þessa „frönsku“ hugsun í notkun sagna; fyrir mér eru áhrifin meira eins og um slaka beina þýðingu sé að ræða á útlendum texta. Ef til vill skýrir sá þráður lokaspurn bókarinnar þar sem sögumaður veltir því fyrir sér á hvaða tungumáli hann eigi að ávarpa börnin sín, en í samhengi sögunnar virðist manni saga sem stílar á ljóðrænu sem inntak sitt í raun bara missa þess marks að loka sér eins og óreiðukenndu málverki; með undirskrift.

Sagan – sem í raun boðar frá upphafi uppgjör – gerir upp án uppgjörsins sem verður að eiga sér stað til þess að höfundurinn sjálfur geti sleppt hendinni af ófullburða verki. Kápan og umgjörð bókarinnar er vel hugsuð og í takt við margt í andrúmslofti bókarinnar – en maður verður að vona að Guðmundur nái sterkari tengslum við þá rödd sem hann þráir að láta hljóma í höfundarverki sínu til framtíðar. Það er enn nægur tími til að slá rétta tóninn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður