fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Spennuþrungin frásögn

Bókardómur: Þrettán tímar eftir Deon Meyer

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. desember 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn suðurafríski Deon Meyer er örugglega í hópi bestu glæpasagnahöfunda samtímans. Bók hans Þrettán tímar ber öll merki þess að vera verk rithöfundar sem kann vel til verka og er ólíklegur til að stíga feilspor.

Í Höfðaborg í Suður-Afríku finnst lík bandarískrar unglingsstúlku á götu. Vinkona hennar er horfin. Lögregluforinginn Benny Griessel leitar hennar en það gera einnig morðingjar vinkonu hennar. Á sama tíma er áhrifamaður í tónlistarheiminum myrtur. Benny rannsakar það mál.

Hluti bókarinnar lýsir æsilegum flótta ungrar stúlku sem er innikróuð og þarf á allri sinni hugvitssemi á að halda. Reyndar er staða hennar svo vonlítil að dágóður skammtur af heppni þarf einnig að falla henni í skaut eigi hún að komast lífs af. Þessir kaflar bókarinnar eru beinlínis æsispennandi.

Meyer hefur gott lag á því að skapa trúverðugar persónur. Það á við um Benny lögregluforingja sem glímir við sína djöfla en hann er alkóhólisti sem berst við að halda sér þurrum. Unga stúlkan getur ekki annað en kallað á ríka samúð lesenda. Ómennin eru verulega andstyggileg en slíkt fólk finnst sannarlega, er ekki bara uppfinning rithöfunda. Meyer kann fjarska vel að skapa spennu en hefur einnig afar næma taug sem sýnir sig best í frásögn um fund stúlkunnar og gamals manns. Sú frásögn er falleg og hlý en allan tímann læðist viss ónotakennd að lesandanum sem óttast að illa fari.

Frásögnin af hremmingum hinnar ungu stúlku rígheldur athygli lesandans og skyggir nokkuð á aðra þætti hennar. Morðið á áhrifamanninum í tónlistarheiminum kallar til dæmis ekki alveg á sömu athygli, þótt þar sé margt ansi laglega gert. Samskipti hvítra og svartra, sem á köflum eru átakamikil, og ólík menningarviðhorf, eru svo til umfjöllunar og þar kemur höfundur ýmsu til skila án þess að hella sér ofan í predikun.

Þrettán tímar eru spennuþrungin bók sem unnendur glæpasagna geta ekki annað en notið þess að lesa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum