fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Turner-sigurvegari ætlar að deila verðlaunafénu með öðrum tilnefndum

Enska listakonan Helen Marten hlýtur Turner-verðlaunin – Segir listheiminn þurfa að sýna hvernig lýðræðið eigi að virka

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 10. desember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska listakonan Helen Marten hlýtur Turner-verðlaunin 2016 fyrir verk sín. Þetta var tilkynnt á mánudag. Verðlaunin sem eru nefnd eftir breska málaranum J.M.W. Turner, eru árlega veitt breskum sjónlistamanni undir fimmtugu og eru ein eftirsóknarverðustu en umdeildustu verðlaun Bretlands.

Marten sem er fædd árið 1985 og yngst þeirra sem voru tilnefndir voru í ár er meðal annars verðlaunuð fyrir verk sín Lunar Nibs og Eucalyptus Let Us In. Dómnefndin sagði verk hennar sýna framúrskarandi og einstaka breidd jafnt í notkun efniviðar sem formi. Þá sagði dómnefndin „ljóðræna og leyndardómsfulla eiginleika verkanna endurspegla hin flóknu vandamál og áskoranir tilverunnar í dag.“

Skúltúrar Marten eru oftar en ekki smíðaðir úr fjölbreyttu úrvali ólíkra samsettra hluta, bæði fundinna og frumskapaðra og segir Will Gompertz, myndlistarsérfræðingur BBC, verkin vera „ljóðrænar gátur sem varpi fram spurningum um merkingu og venjur, og krefjist nánast fornleifafræðilegrar nálgunar til að leysa þær.“

Aðrir sem hlutu tilnefningar í ár voru Michael Dean, Anthea Hamilton og Josephine Pryde, en Marten ætlar að deila verðlaunafénu, 25 þúsund pundum með þeim.

Aðeins mánuður er síðan Marten hlaut bresku Hepworth-verðlaunin fyrir skúlptúra sína og þá deildi hún 30 þúsund punda verðlaunafé með hinum þremur sem voru tilnefndir. „Í hinum sífellt stærri pólitíska skugga sem vofir yfir heiminum, ber listheiminum skylda til að sýna hvernig lýðræðið ætti að virka. Ég er mjög upp með mér að hafa fengið tilnefningu og verð enn ánægðari ef aðrir þeir sem voru tilnefndir vilja deila verðlaununum með mér,“ sagði Marten og kallaði eftir aukinni samkennd í samfélaginu og vettvangi fyrir alla.

Í fyrra var það arkitektahópurinn Assemble frá London sem hlaut verðlaunin, en það var í fyrsta skipti sem sigurvegarinn er ekki strangt til tekið „listamaður,“ og meðlimir hópsins voru jafnframt þeir yngstu sem hafa hlotið heiðurinn.

Sjá einnig: Arkitektarnir sem hristu upp í listheiminum

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“