fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Allt í uppnámi

Aðalpersónurnar í Poldark eru vansælar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan í Poldark er ískyggileg því allar aðalpersónurnar eru vansælar. Demelza er vitanlega æf vegna framhjáhalds manns síns og Elísabetar og kýldi hann þegar hann sneri heim árla morguns, hálf eymdarlegur á svip og vissi upp á sig skömmina. Vinnufélagi minn einn hafði spáð því að Demelza myndi hefna sín og eiga ástarfund með höfuðsmanninum sem er svo hrifin af henni. Ég vissi alltaf að Demelza myndi ekki gera það. Hún er ekki slík týpa. Hún komst reyndar nálægt því að syndga með honum en áttaði sig í tíma – eins og ég vissi svo vel. Nú talar Demelza ekki við eiginmann sinn öðruvísi en að gelta á hann meðan hann reynir að afsaka sig á allan mögulegan hátt. Skýringar hans á ástanótt með Elísabetu eru hins vegar allar mjög vesældarlegar.

Ross er náttúrlega gallagripur, afar mislyndur og mjög sjálfhverfur. Samt eru þarna tvær konur sem elska hann út af lífinu. Vinnufélagi minn vill að Ross og Elísabet nái saman. Honum finnst Elísabet glæsileg kona og miklu meira spennandi en Demelza. Mér finnst mun meira spunnið í Demelzu sem er ráðagóð, trygglynd og hugrökk meðan Elísabet er alltaf hálf ósjálfbjarga. Vinnufélagi minn heldur því fram að Ross elski Elísabetu meir en Demelzu. Ég held að það sé rangt. Ross elskar Demelzu afar heitt, en menn sem eru jafn sjálfhverfir og hann eru oft lengi að ná áttum.

Í síðasta þætti giftist Elísabet hinum slæga en ríka George eftir að hafa áttað sig á því að Ross færi ekki frá Demelzu. Ég spái því að George eigi eftir að gera líf Elísabetar að helvíti. Svo vonast maður auðvitað til að Ross og Demelza sættist. Síðasti þáttur er á sunnudag og maður bíður vitanlega spenntur.

Eitthvað hefur borið á því að gert sé lítið úr þessum þáttum. Einn vinnufélagi segir að þeir séu annars flokks útgáfa af Downton Abbey. Hann veit ekkert um hvað hann er að tala. Hann hefur svo að segja ekkert horft á þættina en hefur samt mikla skoðun á því að þeir séu lélegir. Er það ekki dæmigert!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“