fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Ógleymanlegt ferðalag um vitundir

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Arnaldur Máni Finnsson.

Það er óhætt að segja að þríleikur Jon Fosse, sem samanstendur af Andvöku, Draumum Ólafs og Kvöldsyfju sé sérstæður yndislestur af þeim toga sem maður fær ekki upp í hendurnar á hverjum degi. Allar bera bækurnar undirtitilinn Frásögn og er það með réttu, enda stíll höfundar þannig á mörkum þess forms að vera skáldsaga, eins og hún er svona almennt skilgreind.

Auðvitað hafa verið gerðar ótal tilraunir með formið þannig að „raddir“ hefjast og hníga í framvindu einhvers konar frásagnar sögumanns af atburðum og persónum. En tilraunin sem gerð er í þessu verki, sem mun hafa skilað höfundinum Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í fyrra, sýnir fram á svo óyggjandi vald höfundar á því „frásöguformi“ sem hann velur sér til að segja sögu Öldu/Ásu og Ása/Ólafs að það verður eiginlega að skilgreina aðferðina sem einhvers konar Fosse-íska ljóðrænu sem erfitt sé að líkja eftir.

Jon Fosse er höfundur fjölda leikverka, raunar norskt leikritaskáld sem hefur verið sett upp um víða veröld og ef líkja má frásögu fyrsta hlutans við eitthvað þá er það einmitt leiktexti þar sem „það sem lesandinn upplifir“ er það sem persónurnar segja eða hugsa, með örlitlum viðbótum sem skapa hinn sérkennilega ljóðræna stíl, uppfullan af taktvissum endurtekningum sem skapa takt og hraða í textann sem gera hann sérlega áhugaverðan til flutnings. Hvort þessi ljóðræni texti truflar lesandann verður hver að eiga við sig en á einhvern hátt rígheldur hann í mann svo maður líður áfram, tætir hann í sig og nýtur smáatriða í botn þannig að á stundum er eins og maður sé að fara í gegnum ægilega spennusögu fulla af „hengiflugs-brellum“.

Verkið í heild spannar mannsaldur og segir frá ástum og örlögum fátæks fólks, ef til vill fyrir rúmum hundrað árum, kannski tvö hundruð, en örlög hinna fátæku hafa ekki breyst svo mjög að það standi manni fyrir hugskotssjónum hvenær hún eigi sér eiginlegan stað. Það er nefnilega tímaleysi sem aðferð höfundar miðlar sem skilar sér í ógleymanlegri ferð um vitundir þar sem hver síða geymir á einhvern hátt eitthvað óvænt. Ekki að söguþráðurinn sé fullur af U-beygjum eða óvæntum snúningum í raun, þegar upp er staðið, heldur er það stíll höfundar sem felur í sér að maður staldrar aldrei við og reynir einhvern veginn að ímynda sér hvað gerist næst, eða að einhvers konar lyklar séu settir fram sem feli í sér að mann renni í grun hvað muni gerast næst. Þannig er lestur bókarinnar einhvers konar reynsla, uppfull af „núi“ frekar en að það sé verið að miðla einfaldri sögulínu eða frásagan feli í sér niðurstöðu um hvernig persónur breyttu eða hefðu getað breytt, hvernig þær hefðu getað forðast örlög sín og hvernig einhvers konar bölvun hefði getað verið aflétt.

Verkið hverfist um persónur sem eru fullar af ást, samkennd og örvæntingu sem maður upplifir „beint í æð“ en á einhvern hátt er hægt að halda því fram að það sé sjaldgæfur eiginleiki „stóru skáldsagnanna“ nú til dags. Þríleikurinn er þannig í sínu epíska formi stórvirki þótt hann telji í raun rétt um 230–240 síður allt í allt. Ef til vill má spyrja sig hvers vegna hann sé framreiddur í þremur litlum heftum en ekki einni innbundinni bók, en í raun og veru má líka segja að það sé eitthvað við fínleika hvers heftis fyrir sig og skýra skiptingu á milli hluta verksins sem láta það ganga upp með þeim hætti sem það raunverulega gerir. Helsti gallinn á þeirri framsetningu má aftur segja að sé sá að fyrsta heftið er magnaðast, annað heftið er einhvers konar framvindu- og atburðalykill en það þriðja eftirmáli þeirrar sögu sem þá hefur átt sér stað. Ef lesandinn á því lítinn tíma og skortir almennt úthald til að lesa bækur, þá mælir undirritaður í það minnsta með því að leggja til atlögu við Andvöku, því að stíll þess sker auk þess úr um hvort maður þolir að lesa þessa tegund af texta. Takist manni það, þá liggja seinni bindin tvö beint við og renna ljúflega niður.

Stundum er eins og maður sé að fara í gegnum ægilega spennusögu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér