fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Flóttinn til helvítis

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Sviðslistahópurinn ST/una frumsýndi fyrir stuttu einleikinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti. Nafn verksins er forvitnilegt og vel heppnað, enda felur það í sér bæði ögrun og spennu. Höfundur þess, Rodrigo García, er fæddur í Argentínu en fluttist til Spánar árið 1986. Hann hefur skrifað fjölmörg verk sem vakið hafa bæði áhuga og andúð áhorfenda og verk hans hafa verið sýnd víðs vegar um Evrópu. Það er dýrmætt fyrir íslenskt menningarlíf að fá sýnishorn af því markverðasta sem fram kemur í nútíma leikritagerð beggja vegna Atlantshafsins. Slíkum sýningum mætti gjarnan fjölga, ekki síst með það að markmiði að höfða til yngri áhorfenda.

Í stuttu máli fjallar leikritið um mann sem glímir við þunglyndi og ofsa. Í kröftuglegu sjálfseyðingarkasti tekur hann út ævisparnað sinn, nokkur hundruð þúsund krónur, til þess að fara til Madrídar og brjótast inn í Prado-safnið eftir lokun. Þar hyggst hann eyða nóttinni í að horfa á hinar óhugnanlegu svörtu myndir Goya, sem sýna heiminn til helvítis farinn. Með í partíið býður hann sex og ellefu ára sonum sínum. Þeim hugnast reyndar betur að heimsækja Disneyland Parísar en fallast á ferðalagið eftir mjög áhugaverðar samningaviðræður. Til að auka enn fjörið og klára örugglega allan sjóðinn er splæst í áfengi, kókaín, þýskan heimspeking, dýra hótelgistingu, kjötlokur og margra klukkutíma leigubílarúnt.

Una Þorleifsdóttir fer einfalda leið í sviðsetningunni, salurinn er reykfylltur þannig að áhorfendur sjá lítið frá sér þegar þeir ganga að sætum sínum. Leikarinn stendur nánast í sömu sporunum allan tímann í ljósrákum sem skera reykinn. Upphafsatriðið reynir töluvert á þolinmæði áhorfenda og hefði alveg mátt missa sín. Sýningin fer ekki af stað fyrr en textinn byrjar að hljóma. Stefán Hallur talar ýmist í hljóðnema eða beint til áhorfenda, sem sitja í mikilli nálægð við hann. Hljóðneminn virkar vel í persónulegustu samtölunum, því með hárnákvæmri raddbeitingu leikarans er eins og hljóðkerfið magni hugsanir fremur en rödd. Stefán er lunkinn við að brjóta upp bæði hljómfall og hraða þannig að frásögnin dettur sjaldnast niður. Hann veltir upp misáhugaverðum meinum á staðalsamfélaginu og stekkur í hlutverk sona sinna þegar hann rífst við þá. Texti drengjanna er mjög fullorðinslegur, jafnvel leiðinlega skynsamlegur og súrrealískt að ímynda sér þá ræða við skapofsamanninn, föður sinn, á þessum nótum.

Sýningin er á margan hátt tæknilega mjög vel unnin af bæði leikara og leikstjóra. Áhorfendur kynnast spennandi leikskáldi og sjá nýja hlið á Stefáni Halli, sem leikur hlutverk sitt af mikilli list. Verkið er ekki hefðbundið, taumlaus textinn er gagnrýninn á veruleika okkar en býður ekki upp á neinar lausnir og persóna verksins tekur engum breytingum.

Fjölmargir hafa reynslu af því að hafa einhvern tímann á lífsleiðinni tekið þá meðvituðu ákvörðun að sturta lífi sínu niður með heimskulegum hætti. Það stendur upp úr eftir þessa sýningu að munurinn á okkur og öðrum Evrópubúum í síkum hugleiðingum, er helst sá að á meðan þeir taka út ævisparnaðinn til að kosta sjálfseyðingarpartíið þá bætum við einu láni til viðbótar í safnið.

Eitt af þeim málverkum Goya sem aðalpersóna leikritsins mun sjá í Pradó-safninu í Madríd.
Satúrnus étur son sinn Eitt af þeim málverkum Goya sem aðalpersóna leikritsins mun sjá í Pradó-safninu í Madríd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða