fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Tók 42 ár að klára Sögu Íslands

Ellefta og síðasta bindið í ritröðinni Saga Íslands kemur út

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 42 árum eftir að Hið íslenska bókmenntafélag réðst í útgáfu heillegrar Íslandssögu fyrir almenning kemur loks út síðasta bindið í ritröðinni. Verkefnið hófst á 1000 ára afmæli byggðar árið 1974, en þá var ákveðið að gefa út sögu Íslands við almennings hæfi frá upphafi byggðar og til vorra daga. Ellefta og síðasta bindið í Sögu Íslands fjallar um árin 1918–2008 og kemur í búðir í vikunni.

Hefur ritstýrt ellefu bindum af Sögu Íslands á 42 árum.
Sigurður Líndal Hefur ritstýrt ellefu bindum af Sögu Íslands á 42 árum.

Bindið hefst árið sem Ísland varð sjálfstætt ríki og lýkur í ársbyrjun 2009, þegar bankahrun og búsáhaldabylting skóku íslenskt samfélag. Samkvæmt tilkynningu frá Bókmenntafélaginu er dregin upp mynd af „mannlífi og menningu í samfélagi sem var eitt hið fátækasta í Vestur-Evrópu en var um miðbik 20. aldar komið í hóp þeirra efnuðustu og hélt þeirri stöðu fram á 21. öld þótt ýmiss konar áföll riðu yfir þjóðina. Þá er greint frá sögu íslensks réttarfars á 20. öld og jafnframt dregnir upp meginþræðir íslensks menningarlífs og sjónum einkum beint að undirstöðum listsköpunar. Þetta eru miklir umbrotatímar í sögu þjóðarinnar sem veita jafnframt mikilvæga innsýn í helstu átakamál og viðfangsefni samtímans.“

Höfundar efnis eru Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal og ritstjórar eru þeir Pétur Hrafn og Sigurður, en hann hefur stýrt útgáfunni frá upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur