fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Bandarískt dagblað fer frumlega leið til að halda úti tónlistargagnrýni

Boston Globe fær nokkur samtök sem ekki eru rekin í gróðaskyni til að greiða laun gagnrýnandans

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðast hvar í heiminum berjast hefðbundin dagblöð í bökkum. Það sem lendir fyrst undir niðurskurðarhnífnum er oftar en ekki menningarumfjöllun og listgagnrýni.

Í Bandaríkjunum hafa unnendur klassískrar tónlistar verið sérstaklega uggandi um þróunina og talið hana koma mjög illa við þetta svið menningar. Til þess að bregðast við þessu hefur dagblaðið The Boston Globe blásið til nýs tilraunaverkefnis þar sem nokkur samtök sem ekki eru rekin í gróðaskyni eru fengin til að leggja í púkkið svo hægt sé að halda úti tónlistargagnrýni.

The San Francisco Conservatory of Music, the Rubin Institute for Music Criticism, og Ann and Gordon Getty Foundation munu aðstoða fjölmiðilinn við að greiða tónlistargagnrýnandanum Zoë Madonna laun í tíu mánuði. Samkvæmt frétt New York Times um málið er slíkt fyrirkomulag, þar sem samtök hjálpa til við að greiða fyrir ákveðna gerð blaðamennsku, að verða æ algengara í bandarískum fjölmiðlum.

Gagnrýnisraddir hafa hins vegar heyrst varðandi tilraun Boston Globe þar sem samtökin sem taka þátt í verkefninu munu vafalaust tengjast einhverjum þeirra viðburða sem Madonna mun meta og gagnrýna. Til dæmis mun hún líklega þurfa að gagnrýna tónleika þar sem kennarar eða starfsmenn við San Francisco Consvervatory of Music munu leika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður