Menning

„Við getum ákveðið að það sé bara eitthvað svarthol framundan, eða að það verði bara ljós og eitthvað dýrðlegt“

Listakonan Mireya Samper skapar myndlist um allan heim

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. október 2016 22:30

Listakonan Mireya Samper skapar myndlist um allan heim

Myndlistakonan Mireya Samper var nýlega stödd hér á landi í stuttu stoppi milli sýninga. Hún opnaði einkasýningu í Utterberg, rétt fyrir utan Stokkhólm í byrjun mánaðarins og fór því næst til Malasíu til að taka þátt í listahátíð. Eftir það er stefnan tekin á Indónesíu. DV hitti Mireyu og spurði hana út í listina og lífið á flakki.

Sýningin í Svíþjóð samanstendur af um það bil 30 verkum sem voru unnin á Íslandi og í Japan. „Þetta er mjög mismunandi, stundum vinn ég allt á staðnum, stundum vinn ég nokkur verk á staðnum og kem með nokkur verk með mér og stundum sendi ég,“ segir Mireya. „En ég er aldrei að fara með sömu sýninguna milli staða. Ég er oft að vinna í svona mánuð á staðnum á undan sýningu, en ekki í Svíþjóð, ég hafði ekki tíma ég því ég var að koma frá Mexíkó“

Þó verk Mireyu séu oft unnin á staðnum úr þeim efnivið sem hún finnur þar er hún alltaf að vinna með sama konseptið. Hún segist þó ekki geta sagst verða fyrir áhrifum frá list á staðnum þrátt fyrir að hún noti efnivið þaðan. Japan er þó undanskilið en hún notar gjarnan japanska tækni og japanskan pappír og hefur auk þess sýnt mikið í Japan.

„Það má segja að það séu einhver bein áhrif, það er eitthvað sem ég leyfi mér að taka inn og hafa áhrif á mig, ég ákvað að rannsaka það sem býr að baki þeirra kúltúr, það er hægt að segja Mireya hefur orðið fyrir japönskum áhrifum, það er ekki hægt að segja Mireya hefur orðið fyrir mexíkóskum áhrifum þó svo ég hafi starfað þar. Til dæmis eins og Land Art sem ég var að gera í Mexíkó, sú sýning er algjörlega unnin út frá svæðinu sem ég var á og efninu sem ég fann þar. Ég kem á stað sem ég hef aldrei séð áður og þá þarf ég að finna bæði hvað ég ætla að gera, hvernig ég ætla að gera það og hvaða efni ég ætla að nota. Þó ég sé að vinna svona list algjörlega út frá svæðinu, og algjörlega efnislega séð út frá hvað ég get komist yfir á því svæði, þá hefur það samt alltaf beina tengingu í mín konsept, spurningin er hvernig ég get útfært konseptið við mismundandi aðstæður.“

Vill vekja athygli á verðmæti náttúrunnar

Konseptið sem Mireya vinnur með er náttúran. Hún vill vekja athygli á verðmæti náttúrunnar sem henni finnst mannfólkið ekki virða. „Í þessu samhengi tek ég fyrir vatnið. Ég vinn með vatn í eiginlegu og óeginlegu formi. Stundum bara með vatnið sjálft, stundum með grjót og vatn, eða vatn og eitthvað annað element, tilvísun í vatn, eða bara hreinlega myndir af vatni. Það liggur mér mjög mikið á hjarta að vatnið er verðmætasta element sem við eigum á jörðinni. Án vatns er ekkert líf en við virðum það alls ekki. Þegar ég tala um vatn er ég líka að tala um hringrásina í lífinu og óendanleikann. Þar kemur líka inn ljósið, ljósið er eitthvað sem við getum ekki lifað án.“

Mireya segir ljósið einnig vera hluta af óendanleikanum. Hún notast mikið við efni sem vísa til óendanleikans með endukasti eins og til dæmis japanskt silfur. „Þess vegna hef ég líka gert verk sem heita Eilífðin, ég slæ því fram að eilífðin sé val. Það sem þú ákveður að verði eftir dauðann eða verði ekki eftir dauðann, það er þín eilífð. Við getum ákveðið að það sé bara eitthvað svarthol framundan, eða að það verði bara ljós og eitthvað dýrðlegt, eða að við verðum bara agnir úti í geimnum. Ef ég ávkeð að það sé bara svarthol og helvíti sem bíður mín þá hlýtur mér að líða frekar illa frá degi til dags. En ef ég hef engar áhyggjur af hvað tekur við eftir dauðann, af því ég veit að það er annað hvort bara tóm sem skiptir engu máli eða eitthvað dásamlegt, þá hlýtur mér að líða betur svona almennt í lífinu.

Þannig að eilífðin sem þú ert búin að ákveða hefur áhrif á núið? „Já það er akkúrat það. Elífðin sem þú velur þér, hún hefur áhrif á þitt nú, þetta er ofsalega mikilvægt, þetta er það sem ég er að reyna að koma frá mér.“

Leirpottar 251 stk., vatn og sandur, 20161000 x 400 x 20 cm.
Land Art í Mexíkó Leirpottar 251 stk., vatn og sandur, 20161000 x 400 x 20 cm.

Mynd: Mireya Samper

„Það var þrumuverður á hverjum degi“

Mireya er eins og áður sagði á leið til Malasíu að taka þátt í listahátíð. Þann 23. október opnar sýning með henni og fimm öðrum listamönnum í New York, en hún flaug út með verk þangað. Eftir Malasíu er stefnan tekin á Indónesíu og svo Balí.

En er ekki erfitt að vera sífellt á flakki? „Auðvitað er þetta ekkert fyrir alla, þetta eru oft erfiðar vinnuaðstæður og erfitt að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Maður getur orðið ofboðslega þreyttur, en mér finnst þetta æðislegt“ segir Mireya og hlær. „Ég myndi vilja halda þessu áfram eins lengi og ég hef orku í það.“

Mireya víkur aftur að Land Art verkinu í Mexíkó sem hún segir hafa verið erfitt. „Á tímabili langaði mig að hætta við. Veðrið var hræðilegt, það var þrumuveður á hverjum einasta degi og haglél sem ég hélt að ætlaði að fara í gegnum þakið hjá okkur og við vorum að vinna úti. Ég þurfti alveg að strika yfir það sem ég ætlaði að gera, því það myndi bara renna í burtu með rigningunni og vindinum. Ég varð að hugsa, hvað get ég gert sem er í samhengi við mitt konsept en verður ekki ónýtt fyrir opnunina.“

„Svo kom þessi geðveika hugmynd, hún kom ofsalega flott út, það voru leirpottarnir. Ég málaði þá með silfri og gróf þá ofan í jörðina. þetta verk var 10 metrar að lengd og 4 metrar að breidd. Ég setti 251 pott í mismundandi stærðum ofan í sandinn það djúpt að maður sér bara silfur polla, svo rigndi og þá koma gárur, sem er skemmtilegt því ég hef mikið málað gárur. Þegar dropar detta ofan í vatn og gárur myndast er það svo myndrænt tákn fyrir þá staðreynd að orka eyðist ekki heldur umbreytist. Þarna er ég líka að vísa í möntru eins og í jóga. Þegar fólk er að kyrja möntru þá er það umbreyting á orku og það er endurtekning eins og gárurnar og eins og óendanleikinn. Mantran er beintengd við þessa hringrás sem ég er alltaf að fjalla um. Þarna var ég komin með vatnið í eiginlegri merkingu, þetta var ofan í jörðinni og ég var með silfrið sem endurkastaði birtunni.“

Mireya segir að lokum frá því að hún hafi haldið stóra sýningu á Akureyri í fyrra og árið áður í Gerðasafni, svo stór sýning á Íslandi er ekki á dagskrá alveg á næstunni. Landsvirkjun keypti þó nýlega stórt verk eftir hana sem hangir uppi í Búðarhálsstöð svo þar ættu landsmenn að geta barið list hennar augum.

Grjót og blað silfur, 2014, 300 x 300 x 15 cm.Landsvirkjun keypti verkið. Það hangir upp í Búðarhálsstöð
Uppspetta – úrkoma Grjót og blað silfur, 2014, 300 x 300 x 15 cm.Landsvirkjun keypti verkið. Það hangir upp í Búðarhálsstöð

Mynd: Mireya Samper

japanskur Washi pappír, blek, pigment og vax. 70 x 100 cmLjósmyndari: Kristján Maack
Gárur, 2014 japanskur Washi pappír, blek, pigment og vax. 70 x 100 cmLjósmyndari: Kristján Maack

Mynd: Mireya Samper

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 5 dögum

Maroon 5 flytur vinsælt lag Bob Marley fyrir Hyundai

Maroon 5 flytur vinsælt lag Bob Marley fyrir Hyundai
Menning
Fyrir 5 dögum

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður
Menning
Fyrir 9 dögum

Bókin á náttborði Steingerðar

Bókin á náttborði Steingerðar
Menning
Fyrir 10 dögum

Skjárýnirinn: „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“

Skjárýnirinn: „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“
Menning
Fyrir 11 dögum

Frægur leikstjóri mælir með Björk: „Besta plata í heiminum til þess að ríða við“

Frægur leikstjóri mælir með Björk: „Besta plata í heiminum til þess að ríða við“
Menning
Fyrir 11 dögum

Tónleikar Jessie J: Hver er Sebastian á bílaleigunni?

Tónleikar Jessie J: Hver er Sebastian á bílaleigunni?
Menning
Fyrir 13 dögum

Orange is the New Black: Fangarnir í Litchfield snúa aftur í júlí

Orange is the New Black: Fangarnir í Litchfield snúa aftur í júlí
Menning
Fyrir 13 dögum

Vinnuslys Jeremy Renner breytti öllu: Með tölvuteiknaða handleggi í nýrri kvikmynd

Vinnuslys Jeremy Renner breytti öllu: Með tölvuteiknaða handleggi í nýrri kvikmynd