fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Benedikt tekur þátt í jólabókaflóðinu

Ný bókaútgáfa Guðrúnar Vilmundardóttur gefur út fjórar bækur fyrir jólin

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. október 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Von er á fyrstu bókunum frá hinni nýstofnuðu bókaútgáfu Benedikt í lok mánaðarins, en forlagið mun gefa út að minnsta kosti fjórar bækur nú fyrir jólin. Benedikt er ný bókaútgáfa stofnuð af Guðrúnu Vilmundardóttur, fyrrverandi útgáfustjóra Bjarts, en hún sagði starfi sínu lausu í sumar eftir tíu ára starf hjá fyrirtækinu.

Guðrún segir það ganga alveg ljómandi vel að koma nýju útgáfunni á fót. „Það eru mörg handtök sem fylgja því að opna svona nýtt apparat, en ég vinn þau bara eitt af öðru og þetta gengur alveg ljómandi vel,“ segir Guðrún í samtali við DV.

Aðspurð um nafnið segir Guðrún að hún hafi viljað velja útgáfunni fallegt og hlýlegt mannsnafn. „Benedikt þýðir hinn blessaði. Þetta er alþjóðlegt og fallegt nafn sem mér þykir vænt um,“ útskýrir hún.

Helsta markmið útgáfunnar er einfalt: að gefa út fyrsta flokks bækur, en hugmyndin er að gera það með áherslu á persónulega þjónustu frekar en færibandaframleiðslu. „Skrifstofan er lítil og heimilisleg en svo útvistum við allrahanda verkefnum. Við viljum hafa þetta smátt og viðráðanlegt, svo við getum haldið utan um hvert og eitt verkefni. Færibandavinna hefur margt til síns ágætis – sérstaklega við framleiðslu á bílum, skilst mér – en ég vil forðast hana í lengstu lög í útgáfunni.“

Fyrstu fjórar bækurnar frá Benedikt eru nú þegar farnar í prentun og verða komnar í íslenskar bókabúðir í lok október og byrjun nóvember. Þetta eru Ör, ný skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Eyland, sem er fyrsta skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Takk fyrir að láta mig vita, smásagnasafn eftir sviðslistamanninn Friðgeir Einarsson, og Óvissustig, ný ljóðabók eftir Þórdísi Gísladóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK