fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

„Hula leiðinda og fylgispektar liggur yfir flestri íslenskri tónlist“

Bob Cluness gerir upp menningarárið 2015: Misþyrming, bangsar og hlægilega leiðinleg indítónlist

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2015 sem birtist í áramótablaði DV 29. desember verður stikluð á stóru og rifjað upp margt af því helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fjórtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram að þrettándanum, 6. janúar, munu vangaveltur álitsgjafanna birtast á DV.is/menning. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2015 og greina stöðuna í menningunni nú í árslok.


Bob Cluness, tónlistargagnrýnandi og tónleikahaldari.

1. Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2015?
2. Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

3. Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2015?

Þar sem ég er ekki Íslendingur stend ég að mörgu leyti fyrir utan íslenskt menningarlíf: ég les ekki íslenskar bókmenntir, ljóð eða fer í leikhús og horfi fyrst á íslenskar kvikmyndir þegar þær eru sýndar með enskum texta. Af því sem ég sá þó fannst mér Hrútar nokkuð góð og sömuleiðis tilraunir Jóns Arnar Loðmfjörð og Ingólfs Gíslasonar til að gera ljóðlist að minnsta kosti örlítið meira aðlaðandi með ljóðagalleríinu 2015 er gildra. En ég verð samt að segja að þetta var árið sem ég hætti að vera ringlaður og varð almennt fráhverfur listinni.

Sýning Kathy Clarke í Listasafni Reykjavíkur
Bangsavættir Sýning Kathy Clarke í Listasafni Reykjavíkur

Langtum stærstur hluti þeirrar myndlistar sem ég sá á þessu ári var hroðalega sjálfumglöð, skorti góðar hugmyndir og var illa framkvæmd. Það varð vissulega nokkrum sinnum fjölmiðlafár, svo sem í kringum innsetninguna Moskan á Feneyjarvíæringnum. En sú staðreynd að gráfölur skeggjaður sjálfsfróandi listnemi í kassa hafi valdið skelfingu hjá fólki sýnir bara hversu lítið borgaralegu gildin hafa þróast (jú, þetta er list, en bara leiðinlegt fagurfræðilega séð).

Þrátt fyrir þetta voru auðvitað nokkrir hápunktar – ég heillaðist af sýningu Kathy Clark, Bangsavættir, í Listasafni Reykajvíkur, þar sem hún skapaði grótesku úr krúttlegum hlutum. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur var ég mjög hrifinn af Stelpumenningu, sýningu Lauren Greenfield, og Iceland Defence Force eftir Braga Þór Jósefsson.

Í myndlistarlífinu fannst mér þó stærstu tíðindin vera herferðin „Við borgum listamönnum,“ sem Samband íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir (Fyrirvari: mágkona mín, Jóna Hlíf er formaður sambandsins), en henni er ætlað að koma á stöðluðum samningum milli listamanna og opinberra safna og sýningarýma. Alveg sama hvaða skoðanir ég eða þú höfum á tilteknum listaverkum verður að viðurkennast að það er ömurlegt ástand að listamaðurinn sé alltaf sá síðasti í sýningarkeðjunni til að fá greitt fyrir vinnu sína.

ljósmyndasýning og -bók Braga Þórs Jósefssonar
Iceland Defence Force ljósmyndasýning og -bók Braga Þórs Jósefssonar

Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Í tónlistarlífinu, svo ég vitni í Dickens, hafa þetta verið hinir bestu tímar, og þeir verstu. Menningarlegt auðmagn íslenskrar tónlistar hefur aldrei verið meira. Íslenskir listamenn fá samninga hjá erlendum útgefendum, tónlistarsíður ausa íslenska listamenn lofi (nýlega hefur umfjöllun um íslensku rappsenuna til dæmis aukist mikið), á meðan tónlistarhátíðir á borð við Iceland Airwaves og Secret Solstice eru orðnar að æpandi vítisvélum, sem moka milljörðum króna inn í íslenskan hagkerfið.

Iðnaður íslensk menningarútflutnings hefur marserað í takt við ferðamannaiðnaðinn í áraraðir og hefur sjálfur – oft á tíðum óafvitandi – haft áhrif á umrót og endurhönnun á vörumerkinu 101 Reykjavík.

En samt liggur hula leiðinda og fylgispektar yfir flestri íslensk tónlist í augnablikinu, sérstaklega í indí-senunni – ástand sem rímar við það sem er að gerast annars staðar í heiminum. Tónlist flytjenda eins og Gangly, Vaginaboys, Júníus Meyvant og Axel Flóvent er einfaldlega… leiðinleg og í raun alveg hlægilega leiðinleg.

Á sama tíma olli það uppnámi þegar fréttir bárust um eigendur ætluðu mögulega að breyta byggingum sem hýsa Gaukinn, Húrra og fleiri tónleikastaði í eitthvað „túristavænna,“ en erum við virkilega hissa? Iðnaður íslensk menningarútflutnings hefur marserað í takt við ferðamannaiðnaðinn í áraraðir og hefur sjálfur – oft á tíðum óafvitandi – haft áhrif á umrót og endurhönnun á vörumerkinu 101 Reykjavík. Ef stóru strákarnir vakna ekki við þá staðreynd að þeir séu í raun stórfyrirtækjaeiningar sem muni umturna grasrótinni svo hún verði óþekkjanleg, þá munu hlutirnir versna enn frekar.

Bob Cluness nefnir plötuna Lord Pusswhip is whack sem eina bestu plötu ársins.
Lord Pusswhip Bob Cluness nefnir plötuna Lord Pusswhip is whack sem eina bestu plötu ársins.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

En svo við tölum um hápunkta. Það hafa vissulega verið nokkrar hamingjuperlur í skólphafinu, en stóri meirihluti þess besta sem hefur komið út er búinn til af fólki sem hefur tekið völdin yfir eigin tónlistartækjum og gert hlutina á sinn eigin hátt. Söngvar elds og óreiðu eftir Misþyrmingu var langbesta plata ársins og það sem þeir hafa skapað í gegnum útgáfufyrirtækið/listamannahópinn Vánagandr hefur að mestu sveigt framhjá kröfum íslenska menningariðnaðarins. Allir þeir sem sáu þá spila Úlfsmessu sína á Eistnaflugi í ár vita að svo ákafur og samstíga tónlistarflutningar er sjaldséður í íslenskri tónlist í dag. Plötur Muck, Your joyous future, og Pink Street Boys Hits #1 höfðu svo margt fram yfir kvakandi folktronica maukið sem ég heyrði á árinu. Lífsins þungu spor með Dulvitund og Lord Pusswhip is Wack með Lord Pusswhip voru líka hápunktar.

Í jaðarútgáfunni eru ýmsar jarðhræringar, visbendingar um senu sem er að reyna að fæðast. Hið Myrka Man og Ladyboy Records eru að reyna að skapa nýja, annars konar, frásögn fyrir þann hluta grasrótarinnar sem passar ekki inn í markaðsáætlun KEXP/Line of best fit sem er þröngvað upp á íslenska listamenn í dag. Við í FALK höfum svo verið að reyna að gera okkar eigið dót, gefa út efni með listamönnum á borð við ULTRAORTHDOX og bjóða listamönnum á borð við Grumbling Fur og Container til landsins. Það er von á meiru slíku árið 2016.

Textinn er þýddur úr ensku af blaðamanni DV.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Bob Cluness, tónlistargagnrýnandi og tónleikahaldari
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur.
Ingólfur Gíslason, ljóðskáld og stofnandi vefgallerísins 2015 er gildra.
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Aude Busson, sviðslistakona.
Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1.
Valur Antonsson, heimspekingur.
Katla Maríudóttir, arkitekt.
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands.
Angela Rawlings, ljóðskáld.
Halldór Guðmundsson, rithöfundur og forstjóri Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“