fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Óvissa um framtíð tónlistarskóla og -safns

Pétur Grétarsson gerir upp menningarárið 2015: Anna, Björk, Stórsveit Reykjavíkur og fleira

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 1. janúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins sem birtist í áramótablaði DV 29. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2015 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1

.
Pétur Grétarsson .

1. Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2015?
2. Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

3. Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2015?

Árið sem er að líða hefur skilið eftir sig mikið af góðri list. Vettvangur tónlistarinnar heldur áfram að vera fjölbreyttur og kraftmikill. Spurningin: „Hvað er það sem drífur þetta áfram?“ heldur vonandi áfram að heyrast hátt og snjallt.
Svarið er nefnilega háð svo mörgum óvissuþáttum að tilraunir til að greina drifkraftinn verða sjálfar að listrænum gjörningum.

Grasrót íslenskrar tónlistar nær yfir heilmikið flæmi. Hún er af kraftmiklum stofni, en er auðvitað viðkvæm eins og allt sem reynir að fóta sig í lífinu. Áburður er af skornum skammti og gæti minnkað enn, ef marka má óvissuna sem ríkir til að mynda í málefnum tónlistarskólanna. Og ekki er óvissan um framtíð Tónlistarsafns Íslands skárri.

Áburður er af skornum skammti og gæti minnkað enn, ef marka má óvissuna sem ríkir til að mynda í málefnum tónlistarskólanna. Og ekki er óvissan um framtíð Tónlistarsafns Íslands skárri.

Þeir sem hafa fylgst með íslenskri tónlist í nokkra áratugi þekkja vel hvernig henni hefur fleygt fram á öllum sviðum. Einn lykillinn að slíkri framför er að þeir sem stunda listgreinina sé býsna margir. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að standa þannig að málum að sem allra flestir fái tækifæri til að stunda hana. Þær eiga þetta sameiginlegt músíkin og íþróttin, enda systur. Mikilvægi liðsheildarinnar er kannski útópísk hugmynd sem á sér enga stoð nema í óraunveruleika kvikmynda á borð við Rocky, eða Whiplash, þar sem var í raun aðeins einn í hverju liði. En hversu margir sem eru í liðinu þá þurfa þeir að vita hverjar leikreglurnar eru. Það mætti orða það sem svo að stöðugleiki í umhverfi listgreinarinnar er forsenda fyrir því að hún staðni ekki. Og sífelldur niðurskurður og hagræðingarárátta eru ekki vel til þess fallin að búa til stöðugleika. Er einhver með nægilega sterkt bein í sínu pólitíska nefi til að halda með þeirri hugmyndafræði að peningum sé vel varið til listgreina?

Upp úr umræddri grasrót hafa á liðnu ári komið fram mörg fyrirmyndar listaverk. Tónleikahald hefur verið í miklum blóma og sífellt bætast nýjar tónlistarhátíðir inn á viðburðadagatalið um allt land. Ekki þarf að fjölyrða um alla jólatónleikana sem virðast vera langvinsælasta stefnumót almennings við sönglagið. Tónlistarhúsin freista þess að finna fjölina sína og fjölbreytni aðstöðunnar verður til þess að allskonar tónlistartegundir eiga betri möguleika á að finna sér heimavöll. Það má spyrja sig að því hvar grasrótinni sleppir og hinn harði heimur uppskerunnar tekur við. Hvenær hættir listamaður að vera efnilegur? Stundum er efnilegum listamönnum kippt upp úr grasrótinni of snemma á meðan aðrir hreiðra þar um sig fram á gamals aldur.

Það er þrautin þyngri að velja það sem manni finnst hafa skarað fram úr á árinu, enda ekki öll kurl komin til grafar enn. Einherjaútgáfan er sívaxandi, sem veldur því að hefðbundin útgáfufyrirtæki þurfa enn að slípa sínar aðferðir. Sameiginlegur vettvangur stórra sem smárra útgefenda er hópsöfnun fyrirfram, en sú aðferð virðist virka mjög vel fyrir ólíkt listafólk. Skynsemin sem í því felst að eiga fyrir framleiðslunni áður en haldið er af stað er ákveðin tegund af stöðugleika, sem listafólkið býr sér til sjálft – löngu búið að átta sig á því að ekki er á vísan að róa með smásöluna. Þegar talað er um að gefa út tónlist þá liggur í orðanna hljóðan algengur misskilningur almennings – því það sem er gefið er jú ókeypis, eða hvað?

Sem betur fer kemur út mikið af tónlist sem ekki er mótuð af smásöluvæntingum. Margt er þar að finna algerlega frábært. Tónlist Bjarkar hefur líkast til aldrei áður verið eins tilfinningarík og spennandi. Anna Þorvaldsdóttir færist nær og nær kjarna málsins í sinni músík meðal annars með árangursríkri leit frumhljóðsins í nýrri óperu. Stórsveit Reykjavíkur á stórleik í útsetningum Kjartans Valdemarssonar á tónlist Jóels Pálssonar. Það má líka nefna glæsilegar yfirlitsútgáfur eins og þá með einleiksverkum sem Manuela Wiesler spilaði inn á fjórar plötur fyrir margt löngu; Sögu Hamrahlíðarkóranna – Kveðið í Bjargi, á bæði bók og plötu; Yfirlit um einleiksverk Áskels Mássonar fyrir Einar Jóhannesson klarinettuleikara og plata Sinfóníunnar með einleikskonsertum sem Sigrún Eðvaldsdóttir lék með hljómsveitinni á 20 ára tímabili. Þetta eru aðeins örfá dæmi um íslenskar plötur sem hefði verið algerlega glatað að missa af.

Hugmyndin er ekki sú að taka fram fyrir hendurnar á lesendum og velja fyrir þá topplista, heldur frekar að kalla eftir þátttöku almennings í tónlistinni. Að hann gefi sig músíkinni á vald og fari í óvissuferð með einhverju af því frábæra tónlistarfólki sem músíserar af innri þörf.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur.
Ingólfur Gíslason, ljóðskáld og stofnandi vefgallerísins 2015 er gildra.
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Aude Busson, sviðslistakona.
Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1.
Valur Antonsson, heimspekingur.
Katla Maríudóttir, arkitekt.
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands.
Angela Rawlings, ljóðskáld.
Halldór Guðmundsson, rithöfundur og forstjóri Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum