Björk syngur á „Niggas on the Moon“

Rappsveitin Death Grips notar rödd Bjarkar í 8 lögum á nýrri plötu

Listakonan segist ánægð með Death Grips hafi notað rödd hennar í tónlist sína
„Fundinn hlutur“ Listakonan segist ánægð með Death Grips hafi notað rödd hennar í tónlist sína

Rödd Bjarkar Guðmundsdóttur kemur fyrir í öllum átta lögunum á nýrri plötu bandaríska rapptríósins Death Grips, sem nefnist „Niggas on the Moon.“ Björk er vinkona hljómsveitarmeðlimanna og sátt við notkun þeirra á röddinni.

„Ég er stolt að tilkynna að röddin mín lenti á nýju Death Grips plötunni! Ég dái Death Grips og er yfir mig spennt að vera „fundni hluturinn“ þeirra. Ég hef verið svo heppin að hafa hangið með þeim og skipst á tónlist við þá og orðið vitni að vexti þeirra!! Epískt: áfram!!“ skrifar Björk á Facebook síðu sinni.

„Niggas on the Moon“ er aðeins fyrri helmingur tvöfaldrar skífu sem hávaðarapptríóið frá Sakramento ætlar að gefa út í ár. Seinni helmingurinn, sem heitir „Jenny Death,“ kemur út næsta haust. Saman mynda skífurnar svo heildarverkið „The Powers That B.“

Hægt er að hlaða plötunni frítt niður á Facebook síðu Death Grips eða hlusta á hana í Soundcloud-spilaranum hér fyrir neðan.

Hávaðarappsveitin Death Grips eru aðdáendur Bjarkar
Death Grips Hávaðarappsveitin Death Grips eru aðdáendur Bjarkar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.