Norðurljósin í aðalhlutverki í nýrri mynd

Tökur hafa staðið yfir í þrjú ár

Mynd: Snorri Þór Tryggvason - Borgarmynd

Í gær var frumsýnt á netinu fyrsta sýnishornið úr nýrri íslenskri kvikmynd sem skartar norðurljósunum og íslensku landslagi í aðalhlutverki.

Myndin er tæplega hálftíma löng og er samsett úr tugum þúsunda ljósmynda, sem settar hafa verið saman í svokallaðar timelapse klippur. Það er enginn þulur eða útskýringar í myndinni heldur leiðir myndefnið og tónlist áhorfandann í gegnum íslenskar vetrarnætur undir bjarma Norðurljósanna.

Tökur á myndinni hafa staðið yfir síðustu þrjú ár, en meginhluti efnisins var tekinn upp nú í vetur. Teymið sem vann að myndinni eyddi 87 nóttum utandyra í vetur og myndaði um 50 mismunandi staði víðsvegar um landið.

Myndin er samstarfsverkefni Trailerpark Studios og Borgarmyndar, en höfundar eru þeir Arnþór Tryggvason, Pétur Kristján Guðmundsson og Snorri Þór Tryggvason. Áætlað er að myndin komi út á mynddiski og á netinu í næsta mánuði .

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu myndarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.