Blóðugasta myndin

Langflestir falla í valinn í Hringadróttinssögu

Býst ekki við miskunn, og veitir enga.
Aragorn hilmir Býst ekki við miskunn, og veitir enga.

Samviskan plagar ekki Schwarzenegger.
Skýtur fyrst, spyr síðan Samviskan plagar ekki Schwarzenegger.

Doktorsnemi í ríkisháskólanum í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman tölfræði um banvænustu leikara síðari tíma og blóðugustu kvikmyndirnar. Tölfræðin er byggð á því hversu marga viðkomandi leikari drepur á hvíta tjaldinu og hversu margir falla í kvikmyndinni.

Blóðugasta mynd samtímans er þriðji hluti Hringadróttinssögu, Hilmir snýr heim, en fjöldinn allur af álfum, mönnum, drýslum og orkum falla í valinn í myndinni, alls 836. Næsthæstir eru valkestirnir í kvikmyndinni Kingdom of Heaven sem fjallar um krossfarir en þar andast alls 610 manns.

Randy S. Olson hefur einnig tekið saman tölfræði um hver hafi drepið flesta á hvíta tjaldinu á síðari árum og þar trónir á toppnum fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger. Alls hefur hann drepið 369 menn á skjánum. Tölfræðin er byggð á vefsíðunni Moviebodycounts.com.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.