Vængstýfður engill

Dómur Jóns Viðars um Engla alheimsins

Þar sem saga Einars Más er hlý og djúp, er sýning Þjóðleikhússins grunn og köld. Stundum hafa flogið englar um sali Þjóðleikhússins, en svo er ekki að þessu sinni
Grunn og köld Þar sem saga Einars Más er hlý og djúp, er sýning Þjóðleikhússins grunn og köld. Stundum hafa flogið englar um sali Þjóðleikhússins, en svo er ekki að þessu sinni

Englar alheimsins

Eftir Einar Má Guðmundsson
Leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Frumsamin tónlist: Hjaltalín
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson

„Góð leiksýning er ekki útpæld yfirborðsmennska eða flottheit. Það verður að vera í henni bæði sál og hjarta og hér finn ég hvorugt. Þar sem saga Einars Más er hlý og djúp, er sýning Þjóðleikhússins grunn og köld. Stundum hafa flogið englar um sali Þjóðleikhússins, en svo er ekki að þessu sinni.“

Þetta segir Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi í DV í dag, þar sem hann dæmir Engla alheimsins. Hann er ómyrkur í máli. „Þeir Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson eru klárir leikhúsmenn og þess óskandi að kraftar þeirra beggja eigi eftir að nýtast íslenskri leiklist í framtíðinni. Nú þurfa þeir hins vegar að staldra við og ná áttum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.