Mamma þarf að djamma valið besta lagið á DV.is

Lesendur völdu um lög sem tilnefnd eru til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Jóhanna Guðrún syngur lagið Mamma þarf að djamma.
Jóhanna Guðrún syngur lagið Mamma þarf að djamma.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Lesendur DV.is völdu lagið Mamma þarf að djamma með Baggalút og Jóhönnu Guðrúnu sem lag ársins. Þetta er niðurstaða könnunar á DV.is þar sem lesendur fengu að velja um lög sem tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2013 sem besta lagið.

Þetta eru lögin:

Crack In a Stone með Hjaltalín

GMF með John Grant

Salt með Mammút

Speed of Dark með Emilíönu Torrini

Glaðasti hundur í heimi með Dr. Gunna og félögum

Mamma þarf að djamma með Baggalút og Jóhönnu Guðrúnu

Tæp fjörutíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni völdu Mamma þarf að djamma. Næst á eftir með átján prósent atkvæða er GMF með John Grant. Glaðasti hundur í heimi fékk 11,8 prósent, Salt með Mammút 11 prósent, Speed of Dark með Emiliönu Torrini 10 prósent og Crack in a Stone með Hjaltalín 9,8 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.