Sjáið heimili Hrafns Gunnlaugssonar

Kvikmyndaleikstjórinn býður heim

Mynd: © Eyþór Árnason

„Það hafa komið margar óskir um að ég færi í gegnum þessa mynd og segði mönnum frá henni því þetta er nú svona „legend“ á meðal íslenskra kvikmynda,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson, en viðhafnarsýning verður á kvikmynd hans Hrafninn flýgur á Riff-kvikmyndahátíðinni sem fer fram dagana 27. september til 7. október. Hrafninn flýgur verður sýnd á heimili Hrafns þann 30. september og innifalið í miðaverðinu er skoðunarferð um húsið á Laugarnestanga undir leiðsögn hans sjálfs.

Þetta er í fyrsta skipti sem Hrafn býður upp á sýningu á sinni eigin kvikmynd á heimili sínu en hann hefur þó til þess góða aðstöðu, að eigin sögn. Stórt kvikmyndatjald og góðan skjávarpa.

Hús Hrafns á Laugarnestanga er sérstakt að því leyti að það er allt byggt úr endurunnu efni, er „recycled house“ eins og hann orðar það. „Þetta er eina húsið í Reykjavík þar sem gerð er tilraun til að byggja allt húsið úr endurunnum efnum,“ segir hann.

Hrafn ætlar að bjóða gestum að skoða hvernig til hefur tekist með verkefnið og hvað það þýðir í raun að byggja úr endurunnum efnum. „Svo hugsa ég að við munum ræða um borgarpólitíkina og hvað er hægt að gera til að gera Reykjavík skemmtilega.“

Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason
Mynd: © Eyþór Árnason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.