Hættur í Of Monsters and Men

Vildi einbeita sér að námi og öðrum hlutum

Þær fréttir berast úr herbúðum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men að hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson er hættur í sveitinni. Í hans stað kemur Steingrímur Karl Teague, sem er hvað þekktastur fyrir hljómborðsleik í Moses Hightower.

Greint er frá þessu í Fréttatímanum en þar er haft eftir umboðsmanni sveitarinnar Heather Kolker að brotthvarf Árna úr sveitinni hafi verið á góðum nótum en hann hafi viljað fara aftur í skóla og einbeita sér að öðrum hlutum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.