Hittu forsvarsmenn Vimeo, Soundcloud og Dropbox

Innsýn í líf frumkvöðla

Vala Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir eru íslenskir frumkvöðlar. Árið 2009 slógu þær í gegn með borðspilinu Heilaspuna. Í framhaldinu vildu þær stofna sitt eigið sprotafyrirtæki svo þær ákváðu að ferðast um Bandaríkin og Evrópu og spyrja aðra frumkvöðla um hvað þyrfti til að stofna farsælt fyrirtæki.

Þær stöllur sýndu afraksturinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð en heimildamyndin The Startup Kids fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum.

Myndin gefur innsýn í líf og hugsunarhátt ungu frumkvöðlanna, sem flestir byrjuðu með aðeins hugmynd en reka stórfyrirtæki í dag. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud, Dropbox sem allt eru vinsæl netfyrirtæki.

Valgerður og Sesselja hafa aldrei áður reynt fyrir sér í kvikmyndagerð og lærðu sjálfar á tökuvélina. Þá renndu þær blint í sjóinn á ferðalögum sínum og segjast einfaldlega hafa haft samband og beðið um að fá að koma í heimsókn og þá hafi ekki skemmt fyrir sú staðreynd að um var að ræða ungar konur frá Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.