fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Breytingar á Grillmarkaðinum: Skellt í lás í hádeginu – „Breytt rekstrarumhverfi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 09:00

Hrefna Rósa Sætran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru vinir. Vegna breytts rekstrarumhverfis höfum við ákveðið að loka tímabundið hjá okkur í hádeginu á Grillmarkaðnum,“ segir í Facebook-færslu hjá veitingastaðnum Grillmarkaðnum í Lækjargötu. Á afmælisdegi bjórsins, 1. mars næstkomandi, verður síðasta hádegið í bili sem opið verður á staðnum. Í tilefni af því verða fimmtíu fyrstu bjórarnir sem pantaðir verða á þrjátíu ára gömlu verði.

Það var Hrefna Rósa Sætran sem opnaði Grillmarkaðinn sumarið 2011 og hefur hann notið vinsælda síðustu ár. Hádegisopnanir taka aftur gildi þegar líða fer að jólum, ef marka má Facebook-færsluna.

„Við munum svo galopna í desember svo desemberhádegisfastakúnnar þurfa engar áhyggjur að hafa. Hreindýraborgarinn verður á sínum stað ásamt jóla smakkinu og öllu því. Við ætlum meira að segja að gera betur í desember og opna líka á laugardögum og sunnudögum í hádeginu.

Þessi breyting gefur okkur meira svigrúm fyrir skemmtilega hluti og við erum á fullu að undirbúa happy hour sem mun taka við af hádeginu en við munum segja ykkur betur frá því á næstu dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa